„Vinnudagurinn var nýbyrjaður þegar brunabjallan fer af stað,“ segir Friðrik Þór Stefánsson, rekstrarstjóri Icewear.
Hann var staddur í húsnæði fyrirtækisins í Miðhrauni í Garðabæ þegar eldur kom þar upp í morgun, upp úr klukkan 8.
Tíu manns voru að störfum hjá Icewear í húsinu þegar eldurinn kom upp og komust þeir allir út, að sögn Friðriks Þórs.
Hann telur að um tuttugu manns til viðbótar hafi verið að verið að störfum í húsinu.
„Ég athugaði hvort allar skrifstofur voru tómar og fór svo beinustu leið út. Það komust allir út og það eru allir heilir á húfi,“ segir hann.
Friðrik Þór segir líta út fyrir að um mikið tjón sé að ræða en fullsnemmt sé að dæma um það.