„Það eru allir óhultir“

„Það eru allir komnir út og það er það sem skiptir máli,“ segir Nótt Thorberg, framkvæmdastjóri Marels á Íslandi.

Fyrirtækið er með hluta af húsnæði Geymslna í Miðhrauni 4 tímabundið á leigu fyrir hluta af starfsemi sinni.

Um 50 starfsmenn Marels af 650 manns hér á landi starfa í húsinu og voru örfáir þeirra mættir í morgunsárið þegar eldurinn kom upp.

„Það eru allir óhultir,“ segir Nótt um starfsmenn fyrirtækisins. 

Aðspurð segist hún ekki vita hvort eldurinn hafi komið upp þar sem starfsemi þeirra er í húsinu. 

Eldur kom upp í húsnæði Icewear í Garðabæ í morgun.
Eldur kom upp í húsnæði Icewear í Garðabæ í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon
Slökkviliðsmenn að störfum.
Slökkviliðsmenn að störfum. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert