Stuðningsfulltrúinn verður ákærður

Héraðssaksóknari mun gefa út ákæru á hendur manninum.
Héraðssaksóknari mun gefa út ákæru á hendur manninum. mbl.is/Ófeigur

Embætti héraðssak­sókn­ara mun gefa út ákæru í máli karl­manns á fimm­tugs­aldri sem er sakaður um að hafa beitt börn grófu kyn­ferðisof­beldi en hann starfaði sem stuðnings­full­trúi hjá Reykja­vík­ur­borg.

Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir vara­héraðssak­sókn­ari staðfesti við mbl.is að ákæra verður gef­in út áður en tólf vikna ákæru­frest­ur renn­ur út á morg­un.

Maður­inn er grunaður um kyn­ferðis­brot gegn minnst sjö börn­um á tíu ára tíma­bili.

Sam­kvæmt lög­um um meðferð saka­mála er ekki heim­ilt að láta sak­born­ing sæta gæslu­v­arðahaldi leng­ur en tólf vik­ur nema mál hafi verið höfðað gegn hon­um eða brýn­ir rann­sókn­ar­hags­mun­ir krefj­ist þess.

Lands­rétt­ur staðfesti 21. mars úr­sk­urð héraðsdóms um að maður­inn skyldi sæta gæslu­v­arðhaldi til 13. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka