Stuðningsfulltrúinn verður ákærður

Héraðssaksóknari mun gefa út ákæru á hendur manninum.
Héraðssaksóknari mun gefa út ákæru á hendur manninum. mbl.is/Ófeigur

Embætti héraðssaksóknara mun gefa út ákæru í máli karlmanns á fimmtugsaldri sem er sakaður um að hafa beitt börn grófu kynferðisofbeldi en hann starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg.

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfesti við mbl.is að ákæra verður gefin út áður en tólf vikna ákærufrestur rennur út á morgun.

Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn minnst sjö börnum á tíu ára tímabili.

Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er ekki heimilt að láta sakborning sæta gæsluvarðahaldi lengur en tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess.

Landsréttur staðfesti 21. mars úrskurð héraðsdóms um að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 13. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert