Eldsupptök eldsvoðans í Miðhrauni í Garðabæ voru í rafmagnstenglum neðan við rafmagnstöflu á brunavegg í miðrými húsnæðis Icewear.
Þetta kemur fram í bráðbirgðaniðurstöðu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæðinu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Að sögn Skúla Jónssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns eiga aðrar stofnanir eftir að koma með niðurstöður úr sínum rannsóknum og á hann þar við Mannvirkjastofnun og slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu. Hann kveðst ekki vita hvenær endanleg niðurstaða úr rannsókninni verður tilbúin.
Spurður út í framhald rannsóknarinnar hjá lögreglunni, til dæmis varðandi mögulega ábyrgð á eldsvoðanum, segir hann að næsta skref verði að setjast niður með tæknideildinni vegna þess.