Allt tiltækt slökkvilið kallað út

Allt starfsfólk slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað í Perluna þar sem eldur logar í klæðningu á hitaveitutanki. Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að verkefnið sé mjög erfitt. 

Slökkvistarf hefur gengið erfiðlega vegna járnklæðningar sem er utan á byggingunni. Samkvæmt heimildum mbl.is logar eldurinn undir útsýnispalli Perlunnar.

Frétt mbl.is: Eldur í Perlunni

Eldurinn kom upp á þriðja tímanum í dag. Iðnaðarmenn voru við störf við tankinn og talið er að eldurinn hafi kviknað út frá störfum þeirra. 

Slökkviliðismenn hafa unnið að því að hindra að eldurinn breiddist út en Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að slökkviliðið telji sig vera að ná árangri í þeim efnum.

Ljósmymd/Aðsend

„Við þurfum núna að halda áfram að rífa og tryggja að það sé ekki eldur og glóð einhvers staðar þarna á bak við.“ Spurður hvort tekist hafi að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins segir Birgir enn fremur að búið sé að rífa klæðningu til þess að afmarka það svæði sem kviknaði í.

Haldi áfram að blossa upp eldur eins og hafi verið að gerast þá komist hann ekki á milli tanka heldur sé staðbundinn í tanknum sem kviknaði í.

Spurður um tjónið segir Birgir að það sé seinni tíma verkefni að leggja mat á það. Hins vegar megi gera ráð fyrir að það sé töluvert. Til að mynda hafi þurft að dæla miklu magni af vatni til þess að sprauta á bak við klæðninguna.

„Það vatn náttúrulega fer eitthvert.“

Slökkvistarf gengur erfiðlega þar sem erfitt er að komast að …
Slökkvistarf gengur erfiðlega þar sem erfitt er að komast að eldinum vegna járnklæðningar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert