Vátryggingafélags Íslands (VÍS) hefur birt á Facebook-síðu sinni myndir af munum sem björguðust úr eldsvoðanum í Miðhrauni fyrr í mánuðinum og auglýsir eftir eigendum þeirra. Meðal munanna eru til að mynda ljósmyndir, myndarammar og myndbandsspólur.
„Undanfarna daga höfum við unnið hörðum höndum að því að reyna bjarga verðmætum úr brunarústum í Miðhrauni. Við sendum 12 manna teymi til grisja rústirnar í von um að finna eitthvað heillegt sem við gætum skilað til eigenda sinna. Eins og flestir vita var eyðileggingin eftir brunann mikil en þrátt fyrir það tókst okkur að bjarga nokkrum munum. Nú þurfum við ykkar aðstoð við að finna eigendur,“ segir í texta með myndunum.
Hægt er að skoða myndirnar í heild hér.