Sigurður óskaði eftir fresti

Sigurður Kristinsson á leið í réttarsalinn í Héraðsdómi Reykjaness í …
Sigurður Kristinsson á leið í réttarsalinn í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. mbl.is/Valli

Sigurður Kristinsson, fyrr­ver­andi eig­andi verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins SS hús, óskaði í Héraðsdómi Reykjaness eftir fresti þangað til hann tekur afstöðu til ákæru embættis héraðssaksóknara gegn honum vegna reksturs fé­lags­ins. 

Málinu var frestað til 15. maí við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 

Sigurður ásamt tveimur öðrum eru ákærð fyr­ir meiri hátt­ar skatta­laga­brot. Sig­urður er eig­inmaður Sunnu El­viru Þor­kels­dótt­ur.

Sigurður Kristinsson.
Sigurður Kristinsson. mbl.is/Valli

Ásamt Sig­urði er tengda­móðir hans og móðir Sunnu, sem vann sem bók­ari og var stjórn­ar­formaður fé­lags­ins, ákærð í mál­inu. Þá er arftaki Sig­urðar sem stjórn­andi fé­lags­ins einnig ákærður. Hann neitaði sök í héraðsdómi í morgun. 

Tengdamóðir Sigurðar var ekki viðstödd þingfestinguna vegna veikinda. 

Í byrj­un fe­brú­ar greindi Frétta­blaðið frá því að fé­lagið væri til rann­sókn­ar hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra og að meint und­an­skot eigna hlypu á hundruðum millj­óna. Þá væri einnig til rann­sókn­ar mik­il van­skil vörslu­skatta.

Sig­urður er einnig grunaður um fíkni­efnainn­flutn­ing í tengsl­um við Skák­sam­bands­málið sem kom upp í janú­ar. Var Sig­urður þá stadd­ur á Spáni og slasaðist Sunna stuttu seinna og lamaðist á heim­ili þeirra þar í landi. Sig­urður kom hingað til lands í fram­hald­inu og var hand­tek­inn. Landsréttur staðfesti fjögurra vikna farbann yfir honum í síðustu viku vegna gruns um að hafa verið viðriðinn fíkniefnainnflutninginn. 

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert