Frumvarpið um persónuvernd lagt fram á næstu dögum

Persónuverndarreglugerð ESB kemur til framkvæmda í ríkjum ESB 25. maí.
Persónuverndarreglugerð ESB kemur til framkvæmda í ríkjum ESB 25. maí. Ljósmynd/Thinkstock.com

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til nýrra persónuverndarlaga á næstu dögum.

Á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun ræddi dómsmálaráðherra aðdraganda persónuverndarreglugerðar ESB, samningu frumvarps til nýrra persónuverndarlaga og samráð um frumvarpsdrög ásamt stöðu frumvarpsins og næstu skref.

Skv. upplýsingum Laufeyjar Rúnar Ketilsdóttur, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra, er verið að ljúka samráðsferli innan Stjórnarráðsins til samræmis við verklagsreglur um undirbúning og vinnslu stjórnarfrumvarpa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert