Föst búseta grundvöllur lögheimilis

Reykjarfjarðarkamb, sem ævinlega er kallaður Kamburinn, ber tignarlega við himin …
Reykjarfjarðarkamb, sem ævinlega er kallaður Kamburinn, ber tignarlega við himin við byggðina á Gjögri í Árneshreppi í vetur. mbl.is/Sunna

Oft er meira um lög­heim­il­is­flutn­inga rétt fyr­ir kosn­ing­ar en í öðrum árum. Skýr­ing­arn­ar geta verið eðli­leg­ar; fólk hef­ur flutt en láðst að flytja lög­heim­ili sitt og vill kjósa þar sem það er bú­sett hverju sinni. „En þar sem þess­ir flutn­ing­ar [í Árnes­hrepp] voru hlut­falls­lega mjög mikl­ir þá ákváðum við að skoða þá nán­ar,“ seg­ir Ástríður Jó­hann­es­dótt­ir, sviðsstjóri stjórn­sýslu­sviðs Þjóðskrár Íslands og staðgeng­ill for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Sautján ein­stak­ling­ar fluttu lög­heim­ili sitt í Árnes­hrepp, fá­menn­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins, á tíma­bil­inu 24. apríl til 4. maí. Kjör­skrár­stofn vegna kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga miðast við 5. maí.  „Ástæðan fyr­ir því að stofn­un­in fer að skoða málið er hvað þetta er mikið á stuttu tíma­bili og tekn­ar voru til skoðunar skrán­ing­ar sem komu inn þess­ar síðustu tvær vik­ur fyr­ir viðmiðun­ar­dag kjör­skrár,“ seg­ir Ástríður. Málið hafi komið í ljós við reglu­lega yf­ir­ferð á gögn­um hjá stofn­un­inni.

Lög­bundið hlut­verk Þjóðskrár

Hún seg­ir Þjóðskrá hafa það hlut­verk með lög­um að hafa eft­ir­lit með lög­heim­il­is­skrán­ing­um fólks og fjalla um mál sem tengj­ast þeim. Sjái stofn­un­in eitt­hvað at­huga­vert við skrán­ing­ar á lög­heim­ili ein­stak­linga hef­ur hún heim­ild til þess að stofna svo­kölluð frum­kvæðismál og óska eft­ir gögn­um frá viðkom­andi og það hafi nú verið gert í þessu til­tekna máli. Ástríður seg­ir slík mál reglu­lega koma upp en að sjald­gæft sé hins veg­ar að svo mikl­ir flutn­ing­ar verði á svo stuttu tíma­bili í sveit­ar­fé­lagi af þess­ari stærð.

Minn­is­blað um stöðu máls­ins

Lög­manns­stof­an Sókn hef­ur ritað minn­is­blað vegna máls­ins og var það gert að beiðni odd­vita Árnes­hrepps, að sögn Jóns Jóns­son­ar hæsta­rétt­ar­lög­manns sem skrif­ar und­ir blaðið. Í því eru tekn­ar sam­an upp­lýs­ing­ar um stöðu máls­ins hjá Þjóðskrá. Þar seg­ir að  lög­heim­il­is­flutn­ing­arn­ir beri með sér að vera „mála­mynda­skrán­ing­ar“ vegna vænt­an­legra sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga. „Eðli­legt er að fylgj­ast með fram­vindu mála hjá Þjóðskrá og boða hrepps­nefnd­ar­fund þegar stofn­un­in hef­ur fjallað um mál þess­ara lög­heim­il­is­skrán­inga. Miðað við það þarf hrepps­nefnd að fella aðila út af kjör­skrá til sam­ræm­is við ákv­arðanir Þjóðskrár Íslands,“ seg­ir m.a. í minn­is­blaðinu sem var ritað síðastliðinn mánu­dag, 7. maí.

Á hverju sumri kemur hópur manna til strandveiða í Árneshreppi.
Á hverju sumri kem­ur hóp­ur manna til strand­veiða í Árnes­hreppi. mbl.is/​Golli

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is hef­ur ekki verið fjallað um málið í hrepps­nefnd Árnes­hrepps sem fundaði síðast 8. maí. Hvorki var fjallað um fjölda lög­heim­il­is­skrán­inga né minn­is­blaðið sem odd­viti fól lög­manns­stof­unni að vinna. Odd­vit­inn sendi það hins veg­ar með tölvu­pósti til allra hrepps­nefnd­ar­manna um miðjan dag í gær, 10. maí. Næsti fund­ur hrepps­nefnd­ar er á þriðju­dag í næstu viku.

Heim­ild til að leita aðstoðar lög­reglu

Þegar gögn þau sem Þjóðskrá Íslands hef­ur kallað eft­ir ber­ast mun hún taka ákvörðun um næstu skref í mál­inu. Gögn­in geta verið tek­in gild og lög­heim­il­is­skrán­ing­in þá staðfest en sé nán­ari rann­sókn­ar þörf hef­ur stofn­un­in heim­ild til að leita aðstoðar lög­reglu um hvort að fólk hafi sann­ar­lega fasta bú­setu þar sem það er skráð með lög­heim­ili.

„Til að eiga lög­heim­ili á ákveðnum stað þarf fólk, sam­kvæmt lög­heim­il­is­lög­un­um, að eiga þar fasta bú­setu,“ seg­ir Ástríður. Í 1. grein laga um lög­heim­ili seg­ir:  „Maður telst hafa fasta bú­setu á þeim stað þar sem hann hef­ur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tóm­stund­um sín­um, hef­ur heim­il­is­muni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjar­ver­andi um stund­ar­sak­ir vegna or­lofs, vinnu­ferða, veik­inda eða annarra hliðstæðra at­vika.“

Á þessu eru þó und­an­tekn­ing­ar, m.a. þegar náms­menn eiga í hlut. Þeir hafa heim­ild til að skrá lög­heim­ili sitt í sín­um heima­hög­um þótt þeir séu bú­sett­ir ann­ars staðar vegna náms.

Fáir búa í hreppn­um árið um kring

Af þeim rúm­lega 40 ein­stak­ling­um sem höfðu lög­heim­ili í Árnes­hreppi í vet­ur dvaldi um helm­ing­ur­inn þar að jafnaði. Spurð hvort að Þjóðskrá muni al­mennt óska eft­ir gögn­um frá þess­um hópi og fara fram á sönn­un á fastri bú­setu sam­kvæmt skil­grein­ingu lag­anna seg­ist Ástríður ekki geta svarað því á þess­ari stundu. Slíkt hafi ekki verið til umræðu. „Það er ekk­ert sem við erum með til skoðunar eins og er.“

Í þessu sam­bandi eru líka ákveðnar skyld­ur lagðar á sveit­ar­fé­lagið sem byggj­ast á ákvæðum laga um þjóðskrá og al­manna­skrán­ingu. Sveit­ar­fé­lög fá þann 1. des­em­ber ár hvert íbúa­skrá og ber að gera at­huga­semd­ir við þá sem þau telja van­talda eða oftalda.

Óná­kvæmt orðalag

Ein­stak­ling­un­um sautján voru þann 4. maí send bréf þar sem þeir voru beðnir um gögn sem sýni fram á að nú­ver­andi lög­heim­il­is­skrán­ing sé rétt. Í bréf­inu stend­ur m.a. orðrétt: Þjóðskrá Íslands hafa borist upp­lýs­ing­ar sem benda til að þú búir ekki að xxx, 524 í Árnes­hreppi en sam­kvæmt þjóðskrá er lög­heim­ili þitt skráð þar“.

Spurð um þetta orðalag, að upp­lýs­ing­ar hafi borist stofn­un­inni, seg­ir Ástríður að um stöðluð bréf sé að ræða. „Þetta kem­ur fram við innra eft­ir­lit hjá okk­ur,“ ít­rek­ar hún. „Það hefði mátt orða þessi bréf ná­kvæm­ar.“

24. apríl höfðu 44 lögheimili í Árneshreppi á Ströndum. Næstu …
24. apríl höfðu 44 lög­heim­ili í Árnes­hreppi á Strönd­um. Næstu tvær vik­urn­ar bætt­ust 17 við. mbl.is/​Golli

Krefjast gagna frá Þjóðskrá

Ástríður seg­ir að ýms­ar skýr­ing­ar geti verið á lög­heim­il­is­flutn­ing­um og að þær geti verið góðar og gild­ar. „Það er alls ekki þannig að við för­um af stað með svona mál með ein­hverja niður­stöðu í huga. At­hug­un kann að leiða í ljós að ekk­ert at­huga­vert er á ferðinni.“

Hinir nýju íbú­ar Árnes­hrepps fengu viku til að bregðast við bréfi Þjóðskrár. Sá frest­ur rann út í dag. Mbl.is hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að a.m.k. tíu ein­stak­ling­ar sem fengu bréf hafi mót­mælt þeim og kraf­ist gagna frá stofn­un­inni.

Á næstu dög­um mun Þjóðskrá fara yfir þau svör og þau gögn sem bár­ust og meta hvert til­felli fyr­ir sig.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka