Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um að hafa beitt börn grófu kynferðisofbeldi er hann starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg neitaði sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.
Þetta staðfestir Sævar Þór Jónsson lögmaður og réttargæslumamaður eins þeirra sem kærðu manninn.
Reiknað er með að málflutningur hefjist í lok maí og að hann standi yfir í þrjá til fjóra daga.
Að sögn Sævars telja skjöl málsins þúsundir blaðsíðna.