Gagnrýnd fyrir að afhenta Kristni H. minnisblað

Ingólfur Benediktsson, varaoddviti Árneshrepps.
Ingólfur Benediktsson, varaoddviti Árneshrepps. mbl.is/Golli

Tveir sveit­ar­stjórn­ar­menn í Árnes­hreppi gerðu á fundi hrepps­nefnd­ar í dag al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við það vinnu­lag sem viðhaft var við gerð minn­is­blaðs lög­manns­stof­unn­ar Sókn­ar um lög­heim­il­is­flutn­inga í hrepp­inn. Í frétt­um hef­ur ým­ist komið fram að minn­is­blaðið hafi verið unnið fyr­ir odd­vita hrepps­ins eða Árnes­hrepp. Við það síðar­nefnda kann­ast aðrir hrepps­nefnd­ar­menn ekki og odd­vit­inn seg­ir „tvenn­um sög­um“ fara af því hver átti frum­kvæði að rit­un þess: Hann sjálf­ur eða lög­manns­stof­an.

Sautján manns fluttu lög­heim­ili sitt í hrepp­inn á tveggja vikna tíma­bili í lok apríl og byrj­un maí. Á minn­is­blaðinu seg­ir að litið sé svo á að um „mála­mynda­flutn­inga“ sé að ræða vegna sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna í lok maí. Mikl­ar deil­ur hafa staðið um bygg­ingu fyr­ir­hugaðrar Hvalár­virkj­un­ar í hreppn­um. Þrír sveit­ar­stjórn­ar­menn eru fylgj­andi virkj­un­inni en tveir eru henni and­víg­ir. Ákvarðanir um fram­hald máls­ins hvíla á herðum sveit­ar­stjórn­ar­manna.

Lagt fram til kynn­ing­ar

Minn­is­blaðið var lagt fram til kynn­ing­ar á hrepps­nefnd­ar­fundi í Árnes­hreppi í dag. Fyrsta dag­skrár­mál fund­ar­ins var af­greiðsla árs­reikn­inga og við þá umræðu kom fram að Vest­ur­verk, sem hyggst reisa Hvalár­virkj­un, hefði greitt alla reikn­inga lög­manns­stof­unn­ar Sókn­ar, m.a. reikn­inga sem ekki tengd­ust fyr­ir­hugaðri Hvalál­virkj­un og skipu­lags­vinnu í tengsl­um við hana.

Eva Sigurbjörnsdóttir er oddviti Árneshrepps.
Eva Sig­ur­björns­dótt­ir er odd­viti Árnes­hrepps. mbl.is/​Golli

Ingólf­ur Bene­dikts­son vara­odd­viti og Hrefna Þor­valds­dótt­ir hrepps­nefnd­armaður spurðu Evu Sig­ur­björns­dótt­ur odd­vita út í til­urð minn­is­blaðsins á fund­in­um og hvers vegna það hefði ratað til Krist­ins H. Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi þing­manns, um svipað leyti og hún sendi hrepps­nefnd­ar­mönn­um það. Krist­inn birti efni blaðsins á bloggsíðu sinni og í kjöl­farið hófst mik­il fjöl­miðlafjöll­un. „Það virðist vera á reiki hver fékk þetta minn­is­blað fyrst. Ég vil fá af­rit af tölvu­póst­sam­skipt­um milli þín og Krist­ins H. Gunn­ars­son­ar, ég vil fá af­rit af öll­um þess­um tölvu­póst­sam­skipt­um,“ sagði Ingólf­ur.

Var þessi beiðni hans færð til bók­ar en Eva svaraði því þegar á fund­in­um að hún myndi verða við henni. Full­yrti hún að minn­is­blaðið hefði fyrst verið sent hrepps­nefnd­ar­mönn­um og síðar sama dag Kristni. „Ég er að segja dagsatt,“ svaraði Eva.

Spurði vara­odd­vit­inn hver væri til­gang­ur­inn með því að af­henda Kristni H. Gunn­ars­syni minn­is­blaðið. „Er hann fréttamaður?“

Eva sagðist líta svo á. „Hann skrifaði mér og spurði frétta. Ég sagði að ég ætlaði ekki að út­tala mig neitt um þetta en að ég ætlaði að senda hon­um þetta minn­is­blað. Það hef ég gert en ekki nokkuð annað.“

Hver stjórn­ar hreppn­um?

Ingólf­ur benti á að Jón Jóns­son, lögmaður Sókn­ar, hefði sagt „skýr­um stöf­um“ að minn­is­blaðið væri tekið sam­an að beiðni odd­vita. Eva lýsti því þannig að hún teldi það óljóst en að málið hefði komið upp í sam­tali sínu við lög­fræðing­inn. Ingólf­ur spurði hvort það væri þannig að lög­fræðing­ur­inn hefði tekið þetta upp hjá sjálf­um sér, að skrifa minn­is­blaðið, og hvert reikn­ing­ur­inn færi þá. „Er hann far­inn að stjórna hérna?“

Gerði Hrefna at­huga­semd við að ekk­ert hefði verið rætt um minn­is­blaðið eða vinn­una við það á fundi hrepps­nefnd­ar í síðustu viku, degi eft­ir að minn­is­blaðið er dag­sett. „Þú ert odd­viti Árnes­hrepps, við erum hrepps­nefnd­in. Þú átt að upp­lýsa okk­ur um þetta,“ sagði Hrefna á fund­in­um.

Íbúar í Árneshreppi hafa verið milli 40 og 50 síðustu …
Íbúar í Árnes­hreppi hafa verið milli 40 og 50 síðustu miss­eri. Ný­verið fjölgaði þeim tölu­vert. mbl.is/​Golli

Spurð hvort hún hefði sent Kristni H. Gunn­ars­syni minn­is­blaðið um­talaða sagði Eva svo vera. Krist­inn birti efni bréfs­ins á bloggsíðu sinni að kvöldi 10. maí. Efni þess var svo forsíðufrétt Frétta­blaðsins dag­inn eft­ir og rataði svo í fleiri fjöl­miðla þann sama dag. Sagðist Eva ekki hafa viljað fjöl­miðlafár í kring­um málið en hafa talið ljóst að það myndi spyrj­ast út enda hefðu sög­ur verið komn­ar á kreik um lög­heim­il­is­flutn­ing­ana.

Aðeins sveit­ar­stjórn get­ur fengið list­ann

Hrepps­nefnd­ar­menn veltu all­ir fyr­ir sér hvaðan listi yfir þá sem flutt hefðu lög­heim­ili sitt, og sem endað hefði á bloggsíðu Krist­ins H. Gunn­ars­son­ar dag­inn eft­ir að hann birti færslu sína um minn­is­blaðið, væri kom­inn. Sagðist Ingólf­ur hafa spurt Þjóðskrá, ver­andi formaður kjör­nefnd­ar Árnes­hrepps, hvort hann gæti fengið hann af­hent­an en svo reynd­ist ekki vera. Aðeins sveit­ar­stjórn geti fengið slíka sam­an­tekt frá Þjóðskrá. Eva sagði að list­inn væri ekki frá sér kom­inn, svo mikið væri víst.

Á um­töluðum lista Krist­ins H. Gunn­ars­son­ar kem­ur fram að flest­ir hinna sautján manna séu að flytja lög­heim­ili sín á þrjá staði í Árnes­hreppi. Ein­hverj­ir hafa gefið skýr­ing­ar á flutn­ingn­um í fjöl­miðlum, aðrir ekki. Hafa þær skýr­ing­ar m.a. verið gefn­ar að um sé að ræða há­skóla­nema sem eru að flytja lög­heim­ili sitt í for­eldra­hús og hjón sem eiga hús í hreppn­um og eru þar löng­um stund­um á hverju ári. Þá hef­ur verið bent á að ekki sé um eins­leit­an hóp að ræða og að ekki séu tengsl milli allra þeirra sem fluttu.

Þjóðskrá hef­ur óskað eft­ir því að fólkið geri grein fyr­ir flutn­ingn­um og hef­ur m.a. fengið lög­regl­una til þess að fara um Árnes­hrepp og kanna hvort hinir nýju íbú­ar séu þar bú­sett­ir. Hef­ur Þjóðskrá sagt að málið hafi komið upp við eft­ir­lit inn­an stofn­un­ar­inn­ar og að at­hygli hafi vakið að svo marg­ir væru að flytja lög­heim­ili sitt í þetta fá­menn­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins á svo stutt­um tíma. Sagði Ástríður Jó­hann­es­dótt­ir, staðgeng­ill for­stjóra Þjóðskrár, að þetta væri lög­bundið hlut­verk stofn­un­ar­inn­ar. Vel kynni að vera að eðli­leg­ar skýr­ing­ar fynd­ust á mál­inu.

Ekki mál hrepps­nefnd­ar

Hvað vinnu við minn­is­blað lög­manns­stof­unn­ar Sókn­ar varðar benti Ingólf­ur vara­odd­viti á á fund­in­um að það kæmi hrepps­nefnd ekki við hverj­ir flyttu í hrepp­inn. Eva sagði hins veg­ar að hún teldi að þau ættu að hafa á því skoðun „hverj­ir flytja í sveit­ina og af hverju“ en í frétt­um hef­ur komið fram að ein­hverj­ir þeirra sem flutt hafa lög­heim­ili sitt í hrepp­inn hafi gert það í óþökk eig­enda viðkom­andi húsa.

Strandveiðar eru hafnar í Árneshreppi á Ströndum eins og víðar …
Strand­veiðar eru hafn­ar í Árnes­hreppi á Strönd­um eins og víðar um landið. mbl.is/​Golli

Meðan á fundi hrepps­nefnd­ar Árnes­hrepps stóð í dag kom send­ing að sunn­an í pósti: Kjör­skrá hrepps­ins fyr­ir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar sem eft­ir á að samþykkja. Hrefna benti á að ef ekki yrði fjallað um kjör­skrána á morg­un, þriðju­dag, „verður ekk­ert kosið hér“. Tím­inn væri að hlaupa frá þeim. Því hef­ur auka­fund­ur verði boðaður í hrepps­nefnd­inni á morg­un. Þó er ljóst að Þjóðskrá á enn eft­ir að taka ákvörðun um lög­heim­il­is­flutn­ing­ana en málið er enn til skoðunar hjá stofn­un­inni.

Óhlut­bundn­ar kosn­ing­ar verða í Árnes­hreppi í vor eins og síðustu ára­tugi. Það þýðir að all­ir íbú­ar eru í kjöri nema þeir sem hafa ástæður til að biðjast und­an því. Ingólf­ur og Hrefna hafa bæði beðist und­an end­ur­kjöri. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert