Vesturverk í meirihlutaeigu Íslendinga

Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku: „Flest fyrirtæki og öll góð …
Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku: „Flest fyrirtæki og öll góð fyrirtæki taka þátt í samfélaginu þar sem þau starfa. Þau styrkja íþróttastarf, sérstaklega yngri kynslóðarinnar, menningarlíf, góðgerðarstarfsemi og umhverfismál. Þetta gera HS Orka og Vesturverk.“ mbl.is/Golli

Vest­ur­verk sem áform­ar virkj­un Hvalár í Árnes­hreppi á Strönd­um er í meiri­hluta­eigu Íslend­inga og eru líf­eyr­is­sjóðir þar stór­ir aðilar. Þetta seg­ir Ásgeir Mar­geirs­son, for­stjóri HS Orku og stjórn­ar­formaður Vest­ur­verks, í til­efni þeirra orða Sig­urðar Gísla Pálma­son­ar að virkj­ana­fyr­ir­tæki í eigu er­lendra auðmanna svíf­ist einskis til að ná sínu fram.

„HS Orka er að tæp­lega helm­ingi í eigu ís­lenskra líf­eyr­is­sjóða. HS Orka á 70% í Vest­ur­verki. Vegna eign­ar­hluta líf­eyr­is­sjóðanna eiga flestall­ir Íslend­ing­ar sem nú eru starf­andi á vinnu­markaði eða hafa ný­lega verið það hags­muna að gæta í verk­efn­inu. Er­lenda eign­ar­haldið er hjá fyr­ir­tæk­inu Inner­gex sem er skráð á hluta­bréfa­markaði í Kan­ada. Eign­ar­hald þess er mjög dreift, meðal ann­ars eiga líf­eyr­is­sjóðir hluti í því,“ seg­ir Ásgeir.

Sig­urður Gísli gagn­rýndi í viðtali við Morg­un­blaðið í gær að fyr­ir­tækið hefði boðið Árnes­hreppi ým­iss kon­ar fyr­ir­greiðslu með því skil­yrði að fall­ist yrði á virkj­un, meðal ann­ars verk­efni sem kæmu fram­kvæmd­inni ekk­ert við. Ásgeir seg­ir að fyr­ir­tækið fari í einu og öllu að leik­regl­um sam­fé­lags­ins, afli leyfa, fari í gegn­um kynn­ing­ar­ferli með verk­efni sín, alla leið og alls staðar.

Hann hafn­ar því að verið sé að bera fé á sveit­ar­stjórn­ina. „Flest fyr­ir­tæki og öll góð fyr­ir­tæki taka þátt í sam­fé­lag­inu þar sem þau starfa. Þau styrkja íþrótt­astarf, sér­stak­lega yngri kyn­slóðar­inn­ar, menn­ing­ar­líf, góðgerðar­starf­semi og um­hverf­is­mál. Þetta gera HS Orka og Vest­ur­verk. Ekk­ert íþrótt­astarf yngri kyn­slóða er í Árnes­hreppi. Í sam­töl­um sveit­ar­stjórn­ar og Vest­ur­verks var rætt um hvernig fyr­ir­tækið gæti stutt sam­fé­lagið. Hug­mynd­ir að öll­um þeim verk­efn­um sem nefnd hafa verið hafa komið frá heima­mönn­um. Sum þeirra tengj­ast beint vænt­an­leg­um fram­kvæmd­um, svo sem lagn­ing þrífasa raf­magns og ljós­leiðara og end­ur­bæt­ur á hafn­ar­svæði. Önnur má skil­greina sem sam­fé­lags­verk­efni,“ seg­ir Ásgeir Mar­geirs­son, for­stjóri HS Orku.

Bland­ar sér ekki í deilu­mál

Umræðan um Hvalár­virkj­un gaus upp á ný þegar það spurðist út að hóp­ur fólks hefði flutt lög­heim­ili sitt í Árnes­hrepp í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga en ný hrepps­nefnd get­ur haft áhrif á bygg­ingu virkj­un­ar­inn­ar. Breyt­ing­ar á skipu­lagi hafa verið af­greidd­ar frá hrepps­nefnd en Skipu­lags­stofn­un hef­ur ekki staðfest þær. Ásgeir seg­ir að fyr­ir­tækið blandi sér ekki í slík mál. „Ég og sam­starfs­fólk mitt þekkj­um ekki til þeirra sem komið hef­ur fram að eigi hlut að máli, nema í mesta lagi ein­hver nöfn af af­spurn í fjöl­miðlum. Og við þekkj­um held­ur enga stuðnings­menn okk­ar verk­efn­is sem flutt hafa lög­heim­ili í hrepp­inn,“ seg­ir Ásgeir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert