Varðhald yfir stuðningsfulltrúa staðfest

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hjörtur

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 11. maí um að karlmaður, sem er sakaður um að hafa beitt börn grófu kynferðisofbeldi er hann starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, skuli sitja í gæsluvarðhaldi til 8. júní.

Málinu var skotið til Landsréttar með kæru 13. maí. Maðurinn krafðist þess að hinn kærði úrskurður yrði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu yrði markaður skemmri tími.

Fram kemur í úrskurði Landsréttar að með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verði hann staðfestur.

Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, neitaði sök þegar málið var þingfest 11. maí. Hann er ákærður fyrir brot gegn fjórum börnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert