Farbann yfir Sigurði staðfest

Sigurður Kristinsson.
Sigurður Kristinsson. mbl.is/Valli

Landsréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigurði Kristinssyni, fyrrverandi eiganda verktakafyrirtækisins SS húsa, frá 18. maí en hann er grunaður um að vera viðriðinn innflutning á 5 kílóum af amfetamíni til landsins.

Sigurður var handtekinn þegar hann kom til landsins frá Spáni í lok janúar en málaferli standa yfir vegna ákæru um meiri háttar skattalagabrot. Sigurður verður fyrir vikið í farbanni til 15. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert