Afnám barnahjúskapar

Sigríður Á. Andersen fyrir miðju.
Sigríður Á. Andersen fyrir miðju. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, hefur sett af stað endurskoðun á undanþáguákvæði hjúskaparlaga, sem heimilar hjúskap einstaklinga yngri en 18 ára.

Þetta kemur fram í svari ráðherra, sem birt hefur verið á vef Alþingis, við fyrirspurn þingmanns Vinstri-grænna, Andrésar Inga Jónssonar, um undanþáguákvæði hjúskaparlaga og hvernig það samræmdist skuldbindingum Íslands í alþjóðlegri baráttu gegn barnahjónaböndum.

Í svarinu segir að jafnframt verði kannað hvort bæta eigi við ákvæði í hjúskaparlögum, sem fjallar um hjónavígslur einstaklinga yngri en 18 ára, sem framkvæmdar eru erlendis.

Ráðherra sé þeirrar skoðunar að í samræmi við tilmæli og markmið alþjóðasamninga og -sáttmála, m.a. um afnám barnahjónabanda, og til að fylgja þeirri þróun sem orðið hafi annars staðar á Norðurlöndum, skuli gildandi hjúskaparlöggjöf endurskoðuð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert