Fjórir á gjörgæslu alvarlega slasaðir

Lögregla rannsakar tildrög slyssins á Vesturlandsvegi í gærkvöldi.
Lögregla rannsakar tildrög slyssins á Vesturlandsvegi í gærkvöldi. mbl.is/Valli

Þeir fjórir sem slösuðust alvarlega er sendibíll og fólksbíll lentu í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi í gærkvöldi eru enn á gjörgæsludeild Landpítalans. Einn lést og níu slösuðust í árekstrinum. Þá liggja fimm á almennri deild eftir slysið.

Tildrög slyssins eru enn ókunn, en málið er í rannsókn hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa og Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem verst allra frétta.

Vest­ur­lands­veg­in­um var lokaður í um tvo tíma frá Þing­valla­vegi og að Hval­fjarðar­vegi á meðan viðbragðsaðilar unnu á slysstað. Níu sjúkra­bif­reiðar voru send­ar á staðinn og fluttu sjö þeirra slasaða ein­stak­linga á slysa­deild Land­spít­al­ans. Tvær tækja­bif­reiðar voru enn­frem­ur send­ar á vett­vang og fjöl­mennt lið björg­un­ar­sveit­ar­manna, slökkviliðsmanna, sjúkra­flutn­inga­manna og lög­reglu var á staðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert