Þeir fjórir sem slösuðust alvarlega er sendibíll og fólksbíll lentu í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi í gærkvöldi eru enn á gjörgæsludeild Landpítalans. Einn lést og níu slösuðust í árekstrinum. Þá liggja fimm á almennri deild eftir slysið.
Tildrög slyssins eru enn ókunn, en málið er í rannsókn hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa og Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem verst allra frétta.
Vesturlandsveginum var lokaður í um tvo tíma frá Þingvallavegi og að Hvalfjarðarvegi á meðan viðbragðsaðilar unnu á slysstað. Níu sjúkrabifreiðar voru sendar á staðinn og fluttu sjö þeirra slasaða einstaklinga á slysadeild Landspítalans. Tvær tækjabifreiðar voru ennfremur sendar á vettvang og fjölmennt lið björgunarsveitarmanna, slökkviliðsmanna, sjúkraflutningamanna og lögreglu var á staðnum.