CNN með skemmtilegt myndskeið um íslenska knattspyrnu

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu …
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu á morgun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Alþjóðlegi fréttamiðilinn CNN gaf í dag út skemmtilegt myndskeið um Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu og leið þess á heimsmeistaramótið sem stendur nú yfir í Rússlandi.

Myndskeiðið, sem er rúmlega sautján mínútur, ber heitið „Fótbolti í landi víkingsins.“ Í myndskeiðinu ræða blaðamenn CNN við íslenska landsliðið og þjálfara þess og sömuleiðis knattspyrnuiðkendur og -þjálfara hjá íslenskum félagsliðum.

Myndskeiðið og grein CNN sem fylgir því munu eflaust auka þá miklu athygli sem íslenska landsliðið hefur fengið hingað til enn meira.

Myndskeiðið má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka