Mikil hátíð í Berlín í tengslum við leikinn

Martin Eyjólfsson er klár í veisluna á morgun.
Martin Eyjólfsson er klár í veisluna á morgun. Ljósmynd/Hákon Broder Lund

Sendiráð Íslands og Danmerkur í Berlín standa fyrir sameiginlegu stuðningssvæði þegar landslið þeirra leika á HM í Rússlandi. Martin Eyjólfsson sendiherra býst við því að færri komist að en vilja en auk þess verður á morgun haldið upp á þjóðhátíðardag Íslands.

„Það verður mikil hátíð í félagsheimili norrænu sendiráðanna á morgun,“ segir Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi og fyrrverandi markahrókur ÍBV, í samtali við mbl.is.

Fánum Íslands og Danmerkur hefur verið komið fyrir á stuðsvæðinu.
Fánum Íslands og Danmerkur hefur verið komið fyrir á stuðsvæðinu. Ljósmynd/Hákon Broder Lund

„Við ætlum að sýna alla leiki Íslands, þannig að þetta er bara byrjunin á morgun. Við erum að reyna að nota þessa rosalegu athygli sem við fáum,“ bætir Martin við.

Hann segir að 77% Þjóðverja styðji Ísland sem annað lið þeirra á mótinu.

Starfsfólk sendiráðsins í Berlín.
Starfsfólk sendiráðsins í Berlín. Ljósmynd/Hákon Broder Lund

„Hugsunin var að reyna að virkja athyglina í landkynningu,“ segir Martin. Gamla landsliðskempan Ásgeir Sigurvinsson verður álitsgjafi á leiknum á morgun og situr fyrir svörum á blaðamannafundi í tengslum við hann, plötusnúður heldur uppi stuðinu og hamborgarar og bjór verða til sölu.

„Þetta er opið fyrir alla,“ segir Martin sem býst við fullu svæði á morgun og mikilli stemningu.

Hér að neðan má sjá myndskeið þar sem íslenska þjálfarateymið hvetur fólk til að mæta í Berlín:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka