Loka vegna leiksins í dag

Búast má við að þjóðfélagið verði hálflamað í dag.
Búast má við að þjóðfélagið verði hálflamað í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta sýn­ir bara bet­ur en margt annað hvers lags stemn­ing er að mynd­ast fyr­ir þess­um at­b­urði. Það þarf mikið til að fyr­ir­tæki í full­um rekstri loki. Menn gera sér grein fyr­ir því að það verður eng­inn bis­ness á meðan leikn­um stend­ur.“

Þetta seg­ir Andrés Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu. Þónokkuð virðist vera um það að fyr­ir­tæki og versl­an­ir loki meðan leik­ur Íslands og Arg­entínu á HM í Rússlandi fer fram í dag. Leik­ur­inn hefst klukk­an 13 og stend­ur í um tvo klukku­tíma, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Toyota reið á vaðið með heilsíðuaug­lýs­ingu í Morg­un­blaðinu í gær þar sem til­kynnt var að lokað yrði hjá öll­um söluaðilum bílaum­boðsins. Síðan hafa fleiri fyr­ir­tæki bæst í hóp­inn. Versl­un­in Epal verður aðeins opin til klukk­an 13 í dag en opn­ar á móti fyrr, eða klukk­an 10. Þá verður franska sæl­kera­versl­un­in Hyal­in á Hverf­is­götu lokuð á meðan leikj­um Íslands stend­ur. Brikk – brauð & eld­hús í Hafnar­f­irði verður aðeins opið til klukk­an 12.30 í dag af þessu til­efni og Adrenalíng­arður­inn á Nesja­völl­um verður lokaður meðan á leikn­um stend­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert