„Þjóðin ótrúlega stolt af ykkar góða árangri“

Það er ekki hægt að neita því að það er …
Það er ekki hægt að neita því að það er stemning í landanum um þessar mundir. mbl.is/Eggert

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sendi karla­landsliði Íslands í knatt­spyrnu kveðju frá rík­is­stjórn Íslands í dag.

Bréf­inu var komið á fram­færi í gegn­um sendi­ráð Íslands í Moskvu og er svohljóðandi:

„Kæru knatt­spyrnukapp­ar!

Ég vil að þið vitið að þjóðin öll er ótrú­lega stolt af ykk­ar góða ár­angri.

Sá hluti þjóðar­inn­ar sem ekki er þegar mætt­ur til Rúss­lands til að hvetja ykk­ur til dáða mun án efa sitja límd­ur fyr­ir fram­an sjón­varps­skjá­inn og hvetja ykk­ur áfram af jafn mikl­um krafti að heim­an. 

Við erum öll með ykk­ur í anda. 

Áfram Ísland!“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/​​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert