Metáhorf á leik Íslands og Argentínu

Íslenskir stuðningsmenn á Spartak-vellinum þar sem Ísland og Argentína mættust …
Íslenskir stuðningsmenn á Spartak-vellinum þar sem Ísland og Argentína mættust á laugardag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áhorf landsmanna á leik Íslands og Argentínu er það mesta sem mælst hefur á íþróttaviðburð til þessa, en meðaláhorfið var 60%. Þetta kemur fram í bráðabirgðaáhorfstölum frá Gallup. 

Mest mældist áhorfið kl. 14:54, sem var síðasta mínútan í uppbótartíma leiksins, en hlutdeild RÚV á meðan á leik stóð var 99,6%, sem sýnir að nánast allir sem voru með kveikt á sjónvarpinu á þessum tíma voru að horfa á leikinn.

Hér má sjá áhorfsdreifingu landsmanna á laugardag. Svarta línan táknar …
Hér má sjá áhorfsdreifingu landsmanna á laugardag. Svarta línan táknar RÚV og greinilegt er af grafinu hvenær leikur Íslands og Argentínu stóð yfir. Graf/RÚV

Eldra metið var 58,8% áhorf á leik Íslands og Englands á EM í fótbolta 2016 en sá leikur var sýndur í beinni á RÚV og í Sjónvarpi Símans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert