„Súrrealískt“ að sjá litla bróður skora

Hildigunnur Finnbogadóttir með Viktoríu Alfreðsdóttur frænku sína í fanginu fyrir …
Hildigunnur Finnbogadóttir með Viktoríu Alfreðsdóttur frænku sína í fanginu fyrir leikinn á laugardag. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta var fá­rán­leg til­finn­ing, mjög súr­realískt,“ seg­ir Hildigunn­ur Finn­boga­dótt­ir, syst­ir landsliðsfram­herj­ans Al­freð Finn­boga­son­ar, um þá til­finn­ingu sem hún upp­lifði á Spar­tak-vell­in­um í Moskvu á laug­ar­dag er litli bróðir henn­ar lagði bolt­ann snyrti­lega í mark and­stæðing­anna og skráði sig á spjöld sög­unn­ar, sem fyrsti marka­skor­ari Íslands á HM.

Hún seg­ir í sam­tali við mbl.is að hún og þau sem voru með henni á vell­in­um hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hver hvít­klæddu hetj­anna setti knött­inn í net Arg­entínu­manna, þar sem þau voru al­veg á hinum enda vall­ar­ins.

„En síðan eft­ir nokkr­ar sek­únd­ur þá litu all­ir á okk­ur og öskruðu og þá viss­um við að hann hefði sett markið,“ seg­ir Hildigunn­ur, sem er kom­in aft­ur til Kaup­manna­hafn­ar þar sem hún er bú­sett. Hún naut sín vel í Moskvu ásamt kær­asta sín­um, Leifi Bjarka Er­lends­syni, og föður sín­um, Finn­boga Al­freðssyni.

Alfreð Finnbogason fagnar hér jöfnunarmarki sínu gegn Argentínu.
Al­freð Finn­boga­son fagn­ar hér jöfn­un­ar­marki sínu gegn Arg­entínu. mbl.is/​Eggert

„Mér fannst ótrú­lega skemmti­legt að geta mætt þarna nokkr­um dög­um fyrr og fengið HM-fílíng­inn beint í æð. Suður-Am­er­íku­menn­irn­ir voru þarna bara syngj­andi og trallandi all­an dag­inn og all­ar næt­ur, í miðbæn­um og í kring­um Rauða torgið,“ seg­ir Hildigunn­ur, sem seg­ist fyrst hafa áttað sig al­menni­lega á því hversu spennt hún væri skömmu áður en leik­ur­inn hófst.

„Maður fattaði það ekk­ert fyrr en maður var kom­inn á leik­vang­inn. Þá fór maður í smá spennu­fall. Og þegar maður sá alla Arg­entínu­menn­ina, sem voru 75-80% af stúk­unni. Þegar þeir byrjuðu að syngja varð maður smá hrædd­ur, en við vor­um ekki lengi að þagga niður í þeim.“

„Það tryllt­ust all­ir“

Sparkspek­ing­ar spáðu því marg­ir hverj­ir að Al­freð myndi byrja á bekkn­um og Hildigunn­ur seg­ir að hún og henn­ar fólk hafi allt eins bú­ist við því að Jón Daði Böðvars­son myndi leiða fram­línu liðsins.

„Við vor­um kannski að bú­ast við því og ekk­ert ofsa­lega ánægð með það, við vild­um bara sjá okk­ar mann inn á, en svo þegar byrj­un­arliðið kom þá andaði maður létt­ar,“ seg­ir Hildigunn­ur. Gleðin yfir því að Al­freð væri í byrj­un­arliði Íslands vék svo fyr­ir hrein­um tryll­ingi, er hann skoraði markið sitt þegar um stund­ar­fjórðung­ur var liðinn af viður­eign­inni.

„Við nátt­úru­lega bara tryllt­umst, það tryllt­ust all­ir,“ seg­ir Hildigunn­ur og bæt­ir því að eft­ir að jöfn­un­ar­markið náðist hafi leik­ur­inn verið afar taugatrekkj­andi.

Hildigunnur og Leifur Bjarki Erlendsson kærasti hennar voru alsæl með …
Hildigunn­ur og Leif­ur Bjarki Er­lends­son kær­asti henn­ar voru al­sæl með ferðina til Moskvu. Ljós­mynd/​Aðsend

„Síðasta kort­erið var ég bara byrjuð að titra og það héldu all­ir fyr­ir and­litið af stressi um að þeir myndu setja mörk þarna und­ir lok­in. En svo gerðist það ekki og það var ótrú­legt, okk­ur leið bara eins og við hefðum unnið heims­meist­ara­mótið.“

Tek­ur hina leik­ina í Kö­ben

Sem áður seg­ir er Hildigunn­ur kom­in aft­ur til Kaup­manna­hafn­ar eft­ir vel lukkaða ferð til Moskvu. Al­freð verður þó áfram dyggi­lega studd­ur í Rússlandi, en móðir þeirra ætl­ar að fara á seinni tvo leik­ina í riðlakeppn­inni.

„Ætli hann skori ekki bara í næstu tveim­ur líka?“ seg­ir Hildigunn­ur og hlær, en hún sjálf stefn­ir á að horfa á næstu leiki við ís­lenska sendi­ráðið í Kaup­manna­höfn, þar sem fjöldi Íslend­inga safnaðist sam­an á laug­ar­dag.

„Pabbi er ein­mitt að koma núna á fimmtu­dag­inn svo ætli við drög­um hann ekki bara þangað á föstu­dag­inn. Þetta verður bara geggjað.“

Finnbogi Alfreðsson, faðir Alfreðs, Leifur Bjarki, kærasti Hildigunnar, Hildigunnur, Ásgeir …
Finn­bogi Al­freðsson, faðir Al­freðs, Leif­ur Bjarki, kær­asti Hildigunn­ar, Hildigunn­ur, Ásgeir Gísla­son og Finn­bogi Jóns­son fyr­ir leik. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert