Macchiarini enn í vísindaskrifum

Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini.
Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini.

Grein, þar sem ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini, var einn höfunda, birtist í virtu vísindatímariti þótt sænsk siðanefnd hafi sex mánuðum fyrr talið hann ábyrgan fyrir vísindalegu misferli vegna greinaskrifa hans og fleiri um plastbarkarannsóknir í blaðinu The Lancet árið 2011.

Vísindatímaritið Science birti í apríl á vefsíðu sinni www.sciencemag.org umfjöllun þar sem fram kemur að Macchiarini hafi í mars ritað grein í vísindatímaritið Journal of Biomedical Matrerials Research. Í greininni var meðal annars fjallað um gervivélinda og stofnfrumur. Macchiarini gerði rannsóknina meðan hann starfaði hjá Kazan Federal-háskólanum (KFU) í Rússlandi með styrk frá rússnesku vísindastofnuninni (RFS). Í mars 2017 hætti RFS stuðningi við rannsóknina og mánuði síðar var Macchiarini rekinn frá skólanum. Þrátt fyrir brottreksturinn notaði Macchiarini merki háskólans og netfang sem vísað er til í greininni og er titlaður sem aðalábyrgðarmaður greinarinnar.

Science hefur eftir Jeremy Gilbert, ritsjóra Journal of Biomedical Materials Research að ekki hafi verið vitað um sögu Macchiarini þegar ákvörðun var tekin um að birta greinina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert