Ganga sjálfir í verkið ef Vegagerðin bregst

Straumur bíla á leið niður Mosfellsdal. Á þessum stað er …
Straumur bíla á leið niður Mosfellsdal. Á þessum stað er fyrirhugað að koma upp hringtorgi. mbl.is/Árni Sæberg

Full­trú­ar hverf­is­fé­lags­ins Víg­hóls í Mos­fells­dal hafa sent frá sér ályktun í kjölfar íbúafundar í Mosfellsdal. Íbúar eru langþreyttir á hraðakstri í dalnum og hafa árum saman kallað eft­ir um­bót­um á veg­in­um sem teng­ir höfuðborg­ina við Þing­velli, og ligg­ur í gegn­um Mos­fells­dal­inn.

Greint var frá því í gær að Vegagerðin muni á næstunni banna framúrakst­ur á hættu­leg­um kafla í Mos­fells­dal. Í tilkynningu frá Víghóli segir að ef Vegagerðin bregðist muni íbúar mæta með málningarrúllu og ganga sjálfir í verkið.

Auk þess vill hverfisfélagið kantlínur sem banna bílum að stöðva í vegbrún og að hámarkshraði verði lækkaður niður í 50 km/klst. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, sagði í samtali við mbl.is um helgina að hann vildi setja upp hraðamyndavélar í dalnum og það væri liður í að koma í veg fyrir hraðakstur.

„Fyrir liggur krafa íbúasamtakanna um nýjan veg til Þingvalla sem yrði lagður frá Nesjavallavegi að Kjósarskarði þar sem engin íbúabyggð er og þar af leiðandi auka umferðaröryggi til muna. Þetta er mikið hagsmunamál Mosfellsbæjar, Dalbúa, ferðaþjónustunnar og allra ferðamanna,“ segir í lok tilkynningarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert