Greitt fyrir hraðari málsmeðferð

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær aðgerðir til að greiða fyrir afgreiðslu umsókna hælisleitenda.

Fjárheimildir sem lúta að málefnum útlendinga skiptast að mestu á þrjá fjárlagaliði, að sögn Sigríðar. Útlendingastofnun og stjórnsýsla hennar fellur undir einn þeirra, kærunefnd útlendingamála fellur undir annan og sá þriðji er merktur hælisleitendum.

„Ég hef lagt mikla áherslu á að stytta afgreiðslutíma hælisumsókna,“ sagði Sigríður. „Við höfum náð góðum árangri varðandi það sem við teljum vera tilhæfulausar umsóknir frá borgurum ríkja sem við skilgreinum sem örugg. Afgreiðslutími þessara mála er kominn niður í fjóra daga, jafnvel einn dag.“

Undanfarið hefur fjölgað umsækjendum frá löndum sem ekki teljast örugg. Afgreiðsla þeirra getur verið flókin og tímafrek. Sigríður sagði brýnt að þessi mál fái einnig skjóta afgreiðslu og til þess þurfi fjármagn.

Hún vill tryggja Útlendingastofnun fé svo kleift verði að halda enn um sinn þeim aukna mannskap sem var ráðinn tímabundið til að vinna niður málahalla og flýta afgreiðslu umsókna og stytta málsmeðferðartímann. Við það mun kostnaður vegna þjónustu við hælisleitendur minnka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert