Gleðin við völd á Klambratúni

Gleðin var við völd á barnahátíðinni Kátt á Klambra.
Gleðin var við völd á barnahátíðinni Kátt á Klambra. mbl.is/Valli

Gleðin var við völd á barnahátíðinni Kátt á Klambra, sem haldin er á Klambratúni í dag. Að sögn skipuleggjenda tók fólk að streyma að þegar svæðið opnaði í morgun.

Meðal viðburða að þessu sinni voru sirkuskennsla, beatbox-kennsla, Emmsjé Gauti, graffiti-kennsla, Vera og Vatnið, Jói Pé og Króli, ævintýri í Sparilandi, skákkennsla, sögukeppni,  töframaður og dans af ýmsu tagi, svo fátt eitt sé nefnt.

Það var greinilega kátt á hjalla hjá þessum drengjum.
Það var greinilega kátt á hjalla hjá þessum drengjum. mbl.is/Valli

Hátíðin er nú haldin í þriðja sinn, en í fyrra sóttu um 3.000 manns, börn og fullorðnir, hana heim og er hugmyndin að Kátt á Klambra sótt til sambærilegra hátíða sem sem njóta vinsælda  í Skandinavíu. 

Markmiðið með hátíðinni er að bjóða börnum og fullorðnum upp á skemmtun og fróðleik á grænu svæði í Reykjavík með fjölbreyttum menningar- og listaviðburðum.

Markmiðið með hátíðinni er að bjóða börnum og fullorðnum upp …
Markmiðið með hátíðinni er að bjóða börnum og fullorðnum upp á skemmtun og fróðleik á grænu svæði í Reykjavík. mbl.is/Valli
Hátíðin er nú haldin í þriðja sinn.
Hátíðin er nú haldin í þriðja sinn. mbl.is/Valli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert