Stuðningsfulltrúinn laus úr haldi

Manninum hefur verið sleppt úr haldi lögreglunnar.
Manninum hefur verið sleppt úr haldi lögreglunnar. mbl.is/Golli

Manninum, sem var sakaður um að hafa beitt börn grófu kynferðisofbeldi er hann starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, hefur verið sleppt úr haldi lögreglunnar.

RÚV greinir frá þessu.

Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hafði setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar.

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði hann í morgun. Maðurinn, sem var ákærður fyrir brot gegn fjórum börnum, neitaði sök við þingfestingu málsins.

Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef Héraðsdóms Reykjaness og ekki er ljóst hvort málinu verður áfrýjað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert