Stuðningsfulltrúinn sýknaður

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur sýknað mann sem var sakaður um að hafa beitt börn grófu kyn­ferðisof­beldi er hann starfaði sem stuðnings­full­trúi hjá Reykja­vík­ur­borg.

Þetta staðfest­ir Sæv­ar Þór Jóns­son, lögmaður og rétt­ar­gæslumaður eins þeirra sem kærðu mann­inn. Rúv greindi fyrst frá.

Hann seg­ir að niðurstaða héraðsdóms hafi komið sér á óvart en bæt­ir við að hann eigi eft­ir að lesa dóm­inn. Hann sé lang­ur og þurft hafi að tak­ast á við mörg álita­efni í mál­inu.

Spurður hvort mál­inu verði áfrýjað seg­ir hann það í hönd­um ákæru­valds­ins.

Maður­inn, sem var ákærður fyr­ir brot gegn fjór­um börn­um, neitaði sök við þing­fest­ingu máls­ins. Það var dóm­tekið að lok­inni aðalmeðferð 29. júní.

Maður­inn, sem er á fimm­tugs­aldri, hef­ur setið í gæslu­v­arðahaldi síðan 19. janú­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert