Ákæruvaldið ósammála niðurstöðunni

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verður áfrýjað …
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verður áfrýjað til Landsréttar. mbl.is/Hjörtur

Ákæruvaldið í máli stuðningsfulltrúans sem var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness á mánudaginn segist vera ósammála niðurstöðunni og er að yfirfara málið.

Þetta kemur fram í svari Guðrúnar Sveinsdóttur, setts saksóknara hjá embætti ríkissaksóknara, við fyrirspurn mbl.is.

Að öðru leyti vill hún ekki tjá sig um niðurstöðu dómsins. 

Embættið hefur því ekki tekið ákvörðun um hvort málinu verður áfrýjað til Landsréttar.

Dómurinn féll að morgni mánudags og var maðurinn sýknaður af ákærum um að hafa beitt fjögur börn grófu kynferðislegu ofbeldi.

Fram kom í dóminum að ákæruvaldinu hafi ekki tekist nægilega að sanna sekt mannsins enda þurfi að koma fram fullnaðarsönnun um hvert og eitt brot sem er ákært fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert