Rýming hafin vegna Skaftárhlaups

Frá Skaftárhlaupi árið 2015.
Frá Skaftárhlaupi árið 2015. mbl.is/RAX

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sent hópa sem eru á hálendisvakt til þess að rýma Langasjó, Sveinstind-Skælinga og inn að Hólaskjóli. Lokanir eru að fara af stað á þessu svæði.

Þetta var ákveðið á fundi með lögreglunni á Suðurlandi og almannavörnum. 

„Þetta virðist vera að koma miklu hraðar en maður átti von á miðað við síðast,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg, um Skaftárhlaup sem hófst fyrir skömmu.

„Við vitum af fólki á ferð þarna, bæði gönguhópum og öðrum.“

Jónas segir nokkur hundruð manns vera á svæðinu. Flestir séu á bílum en einhverjir tugir á göngu.

Um tuttugu manna hópur hefur verið sendur í rýmingu og lagði hann af stað fyrir rúmum hálftíma.

Almannavarnir ætla einnig að senda SMS-skilaboð í alla þá síma sem eru innan ákveðins svæðis til að upplýsa um stöðu mála.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur Eldvatnsbrú verið lokað. Þá hefur F208 verið lokað austan Eldgjár og við Hvamm í Skaftártungum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert