Mikið vatn í Grenlæk

Jökulvatn úr Skaftá rennur meðfram þjóðveginum.
Jökulvatn úr Skaftá rennur meðfram þjóðveginum. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Rennsli Skaftár við Sveinstind fer nú mjög minnkandi og var nærri 400 m3/s á hádegi í gær en mældist laust eftir miðnætti um 250 m³/s. Rennsli í byggð fer einnig minnkandi og mun draga úr vatnsmagni í Skaftá næstu daga. Um klukkan eitt í nótt mældist rennsli um 250 m³/s í Eldvatni við Ása.

Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands, sem rituð var laust eftir klukkan 1 í nótt, kemur fram að vatn flæðir út á Eldhraun við Ása og þaðan skilar það sér í Grenlæk og Tungulæk og stendur vatnshæð þar hátt. Rennsli í Grenlæk og Tungulæk minnkar um helming á um það bil 7-10 dögum eftir hlaup þar til það nær jafnvægi. 

Vatn flæðir enn yfir þjóðveginn og er hann lokaður. Umferð er beint um Meðallandsveg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert