Skaftárhlaup náð hámarki – Myndir

Rennsli Skaftár við Sveinstind í Öræfajökli virðist hafa náð hámarki. Að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni, er búist við að hámarksrennslið standi yfir í nokkrar klukkustundir áður en það gengur niður á ný. Hámark hlaupsins ætti að ná að þjóðveginum í kvöld.

Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, flaug yfir svæðið um áttaleytið í morgun og náði myndum af ánni sem hefur flætt yfir bakka sína, en líka neðar, nær ósnum, þangað sem hlaupið hefur enn ekki náð.

Veðurstofan notast við vatnshæðarmæli til að fylgjast með rennsli árinnar en að sögn Huldu flæðir vatnið nú út fyrir farveginn og því ekki hægt að treysta á mælinn til að gefa nákvæmar tölur um rennsli. Klukkan tíu í morgun var rennslið við Sveinstind 1.350 rúmmetrar á sekúndu en til samanburðar var rennslið um 200 rúmmetrar á sekúndu áður en hlaup hófst.

Búið að loka fyrir gangandi umferð yfir Eldvatnsbrúna og rjúfa …
Búið að loka fyrir gangandi umferð yfir Eldvatnsbrúna og rjúfa handriðið af brúnni. Sprungur hafa myndast í jarðvegi og óvíst hvort brúin stendur hlaupið af sér. mbl.is/JAX

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hafa tilkynningar borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni um brennisteinslykt en ólíklegt þykir þó að gasmengun frá hlaupinu skapi hættu við þjóðveginn.

GPS-mælir í Eystri-Skaftárkatli hafði sigið um tæplega 70 metra þegar samband rofnaði um klukkan 9 í morgun. Hulda segir að mælirinn hafi verið notaður í síðasta Skaftárhlaupi 2015 og þá hafi hann einnig rofnað eftir að íshellan hafði sigið um 70 metra. 

Eldvatnsbrú hefur verið lokuð síðan í gær. Þessi mynd var …
Eldvatnsbrú hefur verið lokuð síðan í gær. Þessi mynd var tekin í morgun en síðan þá hefur vaxið í ánni. Að sögn manna á svæðinu hefur vatnsflaumurinn nær tvöfaldast á síðustu klukkustund. mbl.is/RAX
Streymi, litur og áferð Skaftár hefur breyst mikið eftir að …
Streymi, litur og áferð Skaftár hefur breyst mikið eftir að jökulhlaup hófst úr Eystri-Skaftárkatli fyrir um það bil sólarhring. mbl.is/JAX
Skaftárhlaup 2018
Skaftárhlaup 2018 mbl.is/JAX
Skaftárhlaup 2018
Skaftárhlaup 2018 mbl.is/JAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert