Söguðu vegrið Eldvatnsbrúar af

Ágúst Bjartmars lögreglumaður og Gunnar Ágúst frá almannavörnum fara yfir …
Ágúst Bjartmars lögreglumaður og Gunnar Ágúst frá almannavörnum fara yfir stöðuna. mbl.is/JAX

Lögreglumenn hafa brugðið á það ráð að saga vegrið af brúnni við Eldvatn. Í samtali við mbl.is segir Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að það sé gert til að minnka hættuna af því að áin hrífi brúna með sér.

Brúin hefur verið lokuð fyrir bílaumferð síðan í gærkvöldi og umferð gangandi var einnig lokað fyrr í dag. Hjáleið er opin um svokallaða Hrífunesleið inn í Skaftártungu.

Búið er að rjúfa brúarhandriðið.
Búið er að rjúfa brúarhandriðið. mbl.is/JAX

Rennsli Skaft­ár við Sveinstind virðist hafa náð há­marki en búist við að það nái að þjóðveginum í kvöld. Aðspurður segir Sveinn þjóðveginn ekki vera í hættu nema að hlaupið verði þeim mun stærra. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stof­unni hafa til­kynn­ing­ar borist frá Kirkju­bæj­arklaustri og ná­grenni um brenni­steinslykt en ólík­legt þykir þó að gasmeng­un frá hlaup­inu skapi hættu við þjóðveg­inn.

Ágúst Gunnar Gylfason hjá almannavörnum útskýrir gang mála fyrir heimamönnum.
Ágúst Gunnar Gylfason hjá almannavörnum útskýrir gang mála fyrir heimamönnum. mbl.is/JAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert