Megn brennisteinslykt við Múlakvísl

Hlaupið í Skaftá varð meira en áætlað hafði verið í …
Hlaupið í Skaftá varð meira en áætlað hafði verið í fyrstu. mbl.is/RAX

Rennsli Skaftárhlaups við Sveinstind hefur farið hægt lækkandi og laust fyrir miðnætti mældist það um 1.000 m³/s. Rennsli í Eldvatni við Ása náði hámarki í fyrradag og seint í gærkvöldi flæddi vatn enn yfir þjóðveginn austan við útsýnispallinn á tveimur stöðum. Vegurinn er enn lokaður.

Í tilkynningu sem sett var á vef Veðurstofunnar um miðnætti í gær segir að búast megi við að það dragi jafnt og þétt úr hlaupinu en að nokkrir sólarhringar séu í að Skaftá nái eðlilegu rennsli á ný. 

Forðist ána

Megn brennisteinslykt er við Múlakvísl og gasmælir Veðurstofunnar mældi H2S, brennisteinsvetni, þar í gærkvöldi, 6. ágúst. Mælst er til þess að stöðva ekki við ána og halda sig frá lægðum í landslaginu í námunda við farveginn.

Í tilkynningu frá því í gærkvöldi á vef Vegagerðarinnar segir að þjóðvegur 1 í Eldhrauni sé enn lokaður en að hjáleið sé um veg 204, Meðalland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert