Rennslið áfram í rénun

Vegurinn um Eldhraun er enn lokaður.
Vegurinn um Eldhraun er enn lokaður. mbl.is/Jónas Erlendsson

Þjóðvegur eitt um Eldhraun er áfram lokaður vegna Skaftárhlaups en hjáleið er um Meðallandsveg. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að hægt og rólega dragi úr hlaupinu og að nokkrir sólarhringar séu í að áin nái eðlilegu rennsli.

Sérfræðingar Veðurstofunnar sjá á mælum sínum að rennslið er áfram í rénun. Magnið í hlaupinu hafi hins vegar verið svo mikið að það taki nokkra daga í viðbót þangað til rennslið í Skaftá fer í eðlilegt horf.

Hjáleiðin er um Meðallandsveg, 53 kíló­metra lang­an veg sem er að hluta til mal­ar­veg­ur og ein­breiður. Ökumönnum er ráðlagt að aka hann varlega; á 60-70 kíló­metra hraða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert