Vonandi hægt að opna veginn á morgun

Töluvert hefur dregið úr vatnshæðinni nú síðdegis.
Töluvert hefur dregið úr vatnshæðinni nú síðdegis. mbl.is/Jónas Erlendsson

Töluvert hefur dregið úr vatnsflaumi sem flætt hefur yfir þjóðveg eitt í Eldhrauni vegna hlaups í Skaftá. Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir í samtali við mbl.is að vatn hafi töluvert sigið nú síðdegis og í kvöld. Haldi vatn áfram að síga á svipuðum hraða megi búast við því að hægt verði að opna veginn á morgun.

Þjóðvegurinn hefur verið lokaður síðan í gærmorgun og umferð beint um Meðallandsveg, en um er að ræða lélegan malarveg og einbreitt malbik á kafla. Sveinn segir umferð þó hafa gengið áfallalaust fyrir sig og enginn óhöpp hafi verið tilkynnt. Ljóst sé að ökumenn taki mið af aðstæðum og fari varlega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert