Allir verði í húsi í vetur

Frá fundinum í dag. Hagsmunaaðilar greindu frá sinni sýn á …
Frá fundinum í dag. Hagsmunaaðilar greindu frá sinni sýn á málefni heimilislausra í Reykjavík og tillögur að lausnum. mbl.is/Arnþór

Vel­ferðarráð Reykja­vík­ur­borg­ar fund­ar nú með hags­munaaðilum um mál­efni heim­il­is­lausra í borg­inni og er fund­ur­inn fyrsta skref að nýrri stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar í mála­flokkn­um. 

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, formaður vel­ferðarráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, seg­ir for­gangs­mál að hús­næði fyr­ir heim­il­is­lausa sé tryggt sem fyrst svo heim­il­is­laus­ir geti haft þak yfir höfuðið í vet­ur. Þá seg­ir hún einnig mik­il­vægt að koma í veg fyr­ir að fólk lendi í þeim aðstæðum að vera skil­greint utang­arðs í Reykja­vík.

Til­lög­ur um úr­bæt­ur í mála­flokkn­um eru neyðar­skýli fyr­ir yngri utang­arðsmenn, fjölg­un smá­hýsa og kaup á gisti­heim­ili sem hægt er að breyta í 25 íbúðir fyr­ir heim­il­is­lausa.

Ætla að vinna hratt 

Heiða Björg seg­ir hina nýju stefnu­mót­un í góðum far­vegi. „Mér finnst þetta góð byrj­un. Við leit­um eft­ir skoðunum og þekk­ingu þeirra sem eru að vinna í þess­um mál­um og ætl­um að vinna hratt og vel í sam­ráði við þessa aðila.“

Hún seg­ir að rauði þráður­inn sé að tryggja hús­næði fyr­ir heim­il­is­lausa sem fyrst. „Fyrst og fremst erum við að hugsa um að grípa til þeirra aðgerða sem við get­um gert til þess að aðstoða þá sem eru í þess­um aðstæðum núna. En auðvitað erum við líka að koma í veg fyr­ir að fólk lendi í þeim aðstæðum að vera skil­greint utang­arðs í Reykja­vík, það vilj­um við ekki.“

Leggja til úr­bæt­ur

Þá seg­ir Heiða Björg mik­il­vægt að tengja sam­an úrræði sveit­ar­fé­laga, rík­is­ins og áfanga­heim­ila til þess að fólk fest­ist síður á mis­mun­andi stöðum. „Það eru all­ir af vilja gerðir, marg­ir að reka ým­iss kon­ar úrræði en þeir upp­lifa að keðjan, fólk flytj­ist á milli eft­ir bata eða ástandi hverju sinni, að hún þurfi að ganga bet­ur.“

Þær úr­bóta­til­lög­ur sem liggja fyr­ir eru að bæta við neyðar­skýl­um fyr­ir unga utang­arðsmenn og fjölga smá­hýs­um auk þess að borg­in festi kaup á gisti­heim­ili sem hægt er að breyta í 25 íbúðir. „Við erum bara að von­ast til þess að það gæti verið komið í gagnið inn­an þriggja mánaða ef það geng­ur í gegn og borg­ar­ráð samþykk­ir á næsta fundi sín­um. Okk­ar stefna er að það séu all­ir í húsi í vet­ur,“ seg­ir Heiða Björg. 

Heiða Björg Hilmisdóttir.
Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir. mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert