Birt opinberlega í fyrsta sinn

Sigríður Andersen.
Sigríður Andersen. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á fjöl­miðladag­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar í gær var í fyrsta sinn meðal mála til­laga til for­seta Íslands um að veita skil­orðsbundna náðun. Birt­ist dag­skrárliður­inn und­ir mál­um Sig­ríðar And­er­sen dóms­málaráðherra. Verður fyr­ir­komu­lagið með þess­um hætti fram­veg­is.

„Þessi mál hafa aldrei áður komið á fjöl­miðladag­skrá. Fram­kvæmd­in hef­ur verið þannig að for­sæt­is­ráðherra hef­ur kynnt þessi mál und­ir liðnum önn­ur mál. Það er aldrei umræða um þessi mál, held­ur er nafn ein­stak­lings­ins aðeins kynnt og að þetta sé lagt til að skoðuðu máli og rök­studdu áliti náðun­ar­nefnd­ar,“ seg­ir Sig­ríður í Morg­un­blaðinu í dag.

„Það sem við gerðum núna í fyrsta sinn var að ég bar upp þetta mál og ég hef óskað eft­ir því að það komi fram á dag­skránni að þessi mál hafi verið rædd í rík­is­stjórn,“ seg­ir Sig­ríður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert