Rúmin jafnmörg og fyrir 42 árum

mbl.is/Hari

Alls eru 138 sjúkra­rúm fyr­ir fólk sem glím­ir við áfeng­is- og vímu­efna­sjúk­dóm­inn. Rúm­in eru jafn­mörg og þau voru fyr­ir 42 árum en lands­menn á aldr­in­um 15-64 ára eru 100 þúsund fleiri í dag en árið 1976. Þá voru rúm­in 138 tals­ins á Land­spít­al­an­um en nú eru þau 120 á sjúkra­hús­inu Vogi, sem SÁÁ rek­ur, en 18 á LSH. Fjöld­inn er hins veg­ar sá sami nú 42 árum síðar.

Um miðjan júní voru kom­in 29 dauðsföll til rann­sókn­ar sem talið er að rekja megi til ofskömmt­un­ar lyfja. Stór hluti þeirra eru ung­menni. 

Eins og Hjalti Már Björns­son, bráðalækn­ir á Land­spít­al­an­um, benti á í viðtali við mbl.is deyja fleiri úr ofskömmt­un lyfja á Íslandi en bíl­slys­um. 

Rúm­lega 20 þúsund ein­stak­ling­ar á lífi eru í sjúkra­skrá SÁÁ. Af þeim deyja að meðaltali tveir í hverri viku ótíma­bært, það er að segja eru á aldr­in­um 15-65 ára. Um 100 á hverju ári. 

Eins og kom fram í upp­lýs­ing­um sem SÁÁ lagði fyr­ir vel­ferðarráð Reykja­vík­ur á fundi ráðsins varðandi úrræði fyr­ir heim­il­is­lausa sem hald­inn var 10. ág­úst sést að sjúkra­rúm­in hafa flest verið 265 tals­ins en það var árið 1984. Þá voru lands­menn á aldr­in­um 15-64 ára 151.142 tals­ins. Árið 1976, þegar sjúkra­rúm­in voru 138, var mann­fjöld­inn 135.611 en árið 2018, þegar sjúkra­rúm­in voru einnig 138 tals­ins, voru lands­menn á þess­um aldri 232.060 tals­ins.

Frá ár­inu 1984 hef­ur geðdeild Land­spít­al­ans fækkað meðferðar­rúm­um fyr­ir áfeng­is- og vímu­efna­sjúk­linga jafnt og þétt, sam­kvæmt minn­is­blaði SÁÁ.

Rekstri Víðiness var breytt og það hætti hlut­verki sínu sem áfeng­is­meðferðar­stofn­un um og eft­ir 1985. Víf­ilsstaðir lokuðu 1995 og starf­sem­in þar var flutt á Teig við Flóka­götu og við það fækkaði rúm­um úr 24 í 12. Teig er svo lokað 2000 og Gunn­ars­holti 2003.

Á sama tíma hef­ur fjöldi plássa hjá SÁÁ verið óbreytt­ur frá 1984, þrátt fyr­ir stór­felld­an niður­skurð rík­is­ins eft­ir hrun en þá hætti heil­brigðisráðuneytið að greiða hús­næðis- og fæðis­kostnað í inniliggj­andi eft­ir­meðferð hjá SÁÁ.

Rekstr­ar­form­inu var breytt í dag­deild og hús­næðis- og fæðis­kostnaði var því velt yfir á sjúk­linga. Sam­tím­is varð niður­skurður á þjón­ustu­samn­ingi um sjúkra­húsið Vog, en ríkið fjár­magn­ar í dag ein­ung­is 1.530 inn­lagn­ir á sjúkra­húsið af um 2.200 inn­lögn­um hvert ár.

Ríkið fjár­magn­ar því rekst­ur sjúkra­húss­ins Vogs ein­ung­is í 255 daga á ári. Það merk­ir að meðferð á sjúkra­hús­inu Vogi í októ­ber, nóv­em­ber og des­em­ber er í boði SÁÁ.

SÁÁ hef­ur veitt sér­staka viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn frá 1999. Í 15 ár var sú þjón­usta nán­ast ein­vörðungu fjár­mögnuð með sjálfsafla­fé SÁÁ. Gerður var þjón­ustu­samn­ing­ur um viðhaldsmeðferð við ríkið árið 2015 en þá var engu að síður sett þak á fjölda sjúk­linga. 

SÁÁ þjón­ust­ar í dag mun fleiri sjúk­linga en gert er ráð fyr­ir í þess­um tak­markaða þjón­ustu­samn­ingi. Viðhaldsmeðferð er mik­il­væg meðferð bæði til skaðam­innk­un­ar og bata, seg­ir í minn­is­blaðinu.

Frá 1995 hef­ur SÁÁ skimað fyr­ir veiru­smiti hjá öll­um sjúk­ling­um á Vogi með sögu um sprautu­notk­un og haldið ná­kvæma skrán­ingu. Sýni eru send á veiru­rann­sókn­ar­stofu LSH og hef­ur SÁÁ greitt Land­spít­al­an­um yfir 100 millj­ón­ir fyr­ir þjón­ust­una í gegn­um tíðina.

Um 900 ein­stak­ling­ar voru í sjúk­linga­bók­haldi SÁÁ skráðir smitaðir af lifr­ar­bólgu C í árs­byrj­un 2016, þegar lifr­ar­bólgu­verk­efnið svo­kallaða hófst. Hlut­verk SÁÁ í að skima, greina og meðhöndla lifr­ar­bólgu C er gríðarlega mik­il­vægt og kem­ur mest við þá sem eru veik­ast­ir af fíkn og sprauta í æð, seg­ir í minn­is­blaðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert