Þór Steinarsson
Stuðningsfulltrúinn fyrrverandi, sem var sýknaður af ákæru um að hafa beitt börn kynferðisofbeldi er hann starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, fær ekki að snúa aftur í starfið. Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkur, í samtali við mbl.is.
Maðurinn var sendur í leyfi meðan mál hans var til meðferðar en sóttist eftir því að snúa aftur í starf stuðningsfulltrúa eftir að hann var sýknaður fyrir héraðsdómi. Fréttablaðið greindi frá.
Nú hefur verið staðfest að hann fær ekki að snúa aftur til starfa hjá velferðarsviði Reykjavíkur. „Eina sem ég get sagt er að hann er ekki að koma aftur til baka í sitt starf og ekki á velferðarsviði,“ segir Regína. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið að svo stöddu.