Stuðningsfulltrúinn snýr ekki aftur

Stuðningsfulltrúinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness.
Stuðningsfulltrúinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Stuðnings­full­trú­inn fyrr­ver­andi, sem var sýknaður af ákæru um að hafa beitt börn kyn­ferðisof­beldi er hann starfaði hjá Barna­vernd Reykja­vík­ur, fær ekki að snúa aft­ur í starfið. Þetta staðfest­ir Regína Ásvalds­dótt­ir, sviðsstjóri vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur, í sam­tali við mbl.is.

Maður­inn var send­ur í leyfi meðan mál hans var til meðferðar en sótt­ist eft­ir því að snúa aft­ur í starf stuðnings­full­trúa eft­ir að hann var sýknaður fyr­ir héraðsdómi. Frétta­blaðið greindi frá.

Nú hef­ur verið staðfest að hann fær ekki að snúa aft­ur til starfa hjá vel­ferðarsviði Reykja­vík­ur. „Eina sem ég get sagt er að hann er ekki að koma aft­ur til baka í sitt starf og ekki á vel­ferðarsviði,“ seg­ir Regína. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert