Fær ekki upplýsingar um eigendur Dekhill Advisors

Skattrannsóknarstjóri telur sig hafa trúverðugar vísbendingar um það hvaða aðili/aðilar …
Skattrannsóknarstjóri telur sig hafa trúverðugar vísbendingar um það hvaða aðili/aðilar þarna er um ræða. AFP

Skattrannsóknarstjóri fær ekki upplýsingar um hver eigandi aflandsfélagsins Dekhill Advisors Limited sé frá svissneskum skattyfirvöldum.

Ástæðan er sú að eigendur félagsins lögðu fram vottorð þess efnis að þeir væru ekki skattskyldir á Íslandi, og þar af leiðandi töldu yfirvöld í Sviss sig ekki geta veitt embættinu upplýsingarnar. Þetta kemur fram á vef Kjarnans. 

Vísað er í svar Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra við fyrirspurn Kjarnans.„Skattrannsóknarstjóri telur sig hafa trúverðugar vísbendingar um það hvaða aðila þarna er um að ræða og hefur upplýst skattyfirvöld viðkomandi ríkis um málið. Eftir atvikum geta þau þá fylgt málinu eftir telji þau ástæðu til,“ segir í svari Bryndísar. 

Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknastjóri.
Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknastjóri. mbl.is/Árni Sæberg

Fé­lagið Dek­hill Advisors fékk hluta hagnaðar­ins af Hauck & Auf­häuser-flétt­unni á móti Ólafi Ólafs­syni. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar um sölu Búnaðarbanka frá því í mars 2017 kom fram að ekki lægju fyr­ir óyggj­andi upp­lýs­ing­ar um raun­veru­lega eig­end­ur Dek­hill eða hverj­ir nytu hags­bóta af þeim fjár­mun­um sem greidd­ir voru til fé­lags­ins.

Hluta­bréf­in sem þýski bank­inn keypti í Búnaðarbank­an­um voru seld með millj­arða króna hagnaði sem varð eft­ir á banka­reikn­ingi af­l­ands­fé­lags­ins Well­ing & Partners hjá Hauck & Auf­häuser. Hagnaður­inn var greidd­ur út snemma árs 2006. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar fékk af­l­ands­fé­lagið Mar­ine Choice Lim­ited, sem var í eigu Ólafs Ólafs­son­ar, rúm­lega helm­ing hagnaðar­ins. Tæp­ur helm­ing­ur fór hins veg­ar til fé­lags­ins Dek­hill Advisors. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert