Endurskoðaði allt sitt líf

Ágúst Kristján Steinarrsson.
Ágúst Kristján Steinarrsson. mbl.is/Hari

Geðhvörf virðast vera jafntíð meðal kvenna og karla. Sjúk­dóm­ur­inn grein­ist oft­ast þegar fólk er á aldr­in­um 17-30 ára. Ágúst Kristján Stein­arrs­son, sjálf­stætt starf­andi stjórn­un­ar­ráðgjafi og jökla­leiðsögumaður, var greind­ur með geðhvörf árið 1999 þegar hann var nítj­án ára gam­all.

Ágúst seg­ir að hegðun hans hafi breyst mjög á þess­um tíma. Hann var ekki leng­ur yf­ir­vegaður líkt og áður og kátín­an og gleðin breytt­ist í að verða ör og spennt­ur. Ágúst var nauðung­ar­vistaður á geðdeild og var þar í tvo mánuði.

Að sögn Ágústs gekk lífið sinn vana­gang eft­ir að hann út­skrifaðist og ólíkt mjög mörg­um sem eru með geðhvörf hef­ur hann aldrei þurft að glíma við þung­lyndi en geðhvörf ein­kenn­ast ým­ist af geðhæðar- eða geðlægðar­tíma­bil­um.

Eft­ir sjúkra­hús­vist­ina hélt Ágúst áfram námi og lauk bæði mennta­skóla og há­skóla­námi án þess að sjúk­dóm­ur­inn bankaði upp á að nýju. Það var ekki fyrr en hann var kom­inn út á vinnu­markaðinn sem man­ía lét á sér kræla. Í það skiptið tók það hann nokkr­ar vik­ur að jafna sig og mæta aft­ur til vinnu.

Viðtalið við Ágúst var birt á mbl.is um síðustu helgi í greinaflokknum Gætt að geðheilbrigði

Var loks heil­brigður og naut lífs­ins

Um svipað leyti greind­ist hann með sár­aristil­bólgu og fylgdu henni mikl­ar tak­mark­an­ir og van­líðan mik­il. Ristil­bólg­urn­ar leiddu til krabba­meins og þurfti að fjar­lægja ristil­inn og koma fyr­ir stóma í hans stað. Ágúst seg­ir að næstu tvö árin hafi allt gengið vel þar sem hann var loks heil­brigður og hann notið lífs­ins þar sem úti­vist og æv­in­týri skipuðu stór­an sess. Kletta- og ísklif­ur voru meðal þess sem Ágúst stundaði af mikl­um móð á þess­um tíma.

„Gleðin virt­ist eng­an endi ætla að taka en svo endaði hún með man­íu,“ seg­ir Ágúst en þá voru sjö ár liðin frá síðustu veik­ind­um. Hann sagði það hafi verið mikið áfall þar sem hann hafi hrein­lega talið að veik­ind­in væru að baki. Við tók tíma­bil þar sem Ágúst fór þris­var í man­íu á fjór­um árum og allt út­lit fyr­ir að framtíðin yrði krefj­andi.

Ágúst seg­ir að í síðasta skiptið hafi hann lent í sinni verstu man­íu með þeim af­leiðing­um að hann var lagður inn á sjúkra­hús í Dan­mörku eft­ir að hafa staðið nak­inn á torgi í Kaup­manna­höfn. Á sjúkra­hús­inu úti upp­lifði hann hins veg­ar annað viðmót frá starfs­fólki geðdeild­ar en hann átti að venj­ast frá Íslandi. „Þarna fékk ég stuðning, ást og hlýju. Eitt­hvað sem ég hafði aldrei upp­lifað á geðdeild hér á landi,“ seg­ir Ágúst.

Ágúst tel­ur að hlýj­an í stað of­beld­is hafi haft mest að segja um að meðferðin virkaði sem skyldi. „Þegar ég var lagður inn í Dan­mörku var ég versta út­gáf­an af sjálf­um mér en þeim tókst að vinna með mér með þol­in­mæði og kær­leik. Það merki­lega við það er að ég hef verið góður af mín­um veik­ind­um síðan þá en fimm ár eru síðan þetta var,“ seg­ir Ágúst.

Í viðtali við Berg­ljótu Bald­urs­dótt­ur í þætti á RÚV í fe­brú­ar lýsti Ágúst of­beld­inu sem hann varð fyr­ir á Land­spít­al­an­um á sín­um tíma.

„Vald­beit­ing get­ur verið svo rosa­lega marg­breyti­leg, allt frá því að segja manni að gera eitt­hvað yfir í það að virki­lega beita valdi. Nær­tæk­asta sag­an sem ég vísa helst í gerðist fyr­ir fimm árum. Stutta sag­an er að ég gleymdi tösku. Ég var út­skrifaður og kem dag­inn eft­ir til að sækja tösk­una og er svona ginnt­ur inn í sam­tal við lækni sem ég hafði ekki hitt áður. Áður en ég veit af eru sjö manns bún­ir að veit­ast að mér og halda mér niðri með valdi, af­klæða mig og sprauta mig. Þeir urðu ekki ró­leg­ir fyrr en þeir voru bún­ir að sprauta mig.“  

Ágúst seg­ir að eft­ir á að hyggja hafi ekki átt að út­skrifa hann því hann hafi enn þá verið í man­íu.  

„Ég stóð aft­ur á móti í þeirri trú að ég ætti ekki að vera þarna inni en þeir túlkuðu mig sem ógn. Þeir töldu að ég væri ógn við sjálf­an mig og aðra og þeir voru að búa sig und­ir það að ég myndi valda usla eða hættu og þeir þyrftu þá að grípa til mjög rót­tækra aðgerða og það var, að því er virt­ist, þeim mjög eðlis­lægt að beita of­beldi,“ sagði Ágúst í viðtal­inu við RÚV.

Ágúst seg­ir í sam­tali við mbl.is að þegar of­beld­inu ljúki virðist sem all­ir eigi að standa upp og vera glaðir. „Þannig virk­ar manns­heil­inn ein­fald­lega ekki og þetta vakti með mér stríðsmann­inn og hann fór ekk­ert,“ seg­ir Ágúst.

Hann seg­ir að of­beldi og for­dóm­ar sem hafi mætt hon­um af hálfu starfs­fólks geðdeild­ar hafi verið mjög óþægi­legt. Mikið álag fylgi starfi á geðdeild og tel­ur hann að það geti verið hluti af skýr­ing­unni en ef­laust sé álagið líka mikið á geðdeild­um í Dan­mörku og samt sé allt annað viðhorf þar ríkj­andi í garð sjúk­linga og líðanar þeirra.

Ágúst Kristján Steinarrsson starfar sjálfstætt sem stjórnunarráðgjafi auk þess að …
Ágúst Kristján Steinarrsson starfar sjálfstætt sem stjórnunarráðgjafi auk þess að vera jöklaleiðsögumaður. mbl.is/Hari

Eins og fram kom hef­ur Ágúst ekki farið í man­íu í fimm ár sem hann seg­ir vitn­is­b­urð um mik­inn ár­ang­ur. Spurður út í hvað hann geri til þess að viðhalda góðri heilsu seg­ist hann hafa end­ur­skoðað allt í sínu lífi. „Frá því ég veikt­ist síðast hef­ur minn lífs­stíll verið mín meðferð. Ég ein­blíni á að líða vel í eig­in skinni á hverj­um degi og forðast þannig áreiti sem get­ur dregið mig inn van­líðan og streitu.“

Hann seg­ist gæta vel að mataræðinu og er dug­leg­ur að hreyfa sig. Hann stund­ar mikla úti­vist, svo sem klif­ur, fjall­göng­ur og skíði. Eins stund­ar hann jóga og hitt­ir sál­fræðing og fleiri sem hjálpa hon­um að læra inn á sjálf­an sig og fyr­ir­byggja hugs­an­leg­ar gildr­ur í dag­legu lífi. Í starfi sínu sem jökla- og fjalla­leiðsögumaður er Ágúst mikið á flakki um há­lendið og líður hon­um hvergi eins vel og úti í nátt­úr­unni. Hann er að minnsta kosti eina viku í hverj­um mánuði á fjöll­um en auk leiðsagn­ar rek­ur hann ráðgjafa­fyr­ir­tækið Viti ráðgjöf þar sem hann aðstoðar fyr­ir­tæki og stofn­an­ir meðal ann­ars með stjórn­endaráðgjöf, grein­ing­um og verk­efna­stjórn.

Lík­ir líf­inu við slöngu­spil

Þegar Ágúst er spurður út í stöðu hans í dag seg­ir hann að lífið sé mjög gott, í raun stór­gott. „Ég er far­inn að líkja líf­inu við slöngu­spilið góða, þar sem fólk er bundið við lukku ten­ings­ins hvort þau lendi á slöngu eða tröppu. Ný­lega er mér farið að finn­ast eins og ég spili ekki leng­ur eft­ir þess­um regl­um og lifi þess í stað óhefðbundn­ara lífi sem leyf­ir mér hrein­lega að labba yfir leik­borðið á eig­in for­send­um.“

Ágúst tek­ur þó fram að hann er full­ur auðmýkt­ar gagn­vart geðhvörf­un­um, að þótt hann sé bú­inn að vera í góðu jafn­vægi muni hann aldrei líta svo á að hann hafi fulla stjórn mögu­legri man­íu. Þannig velt­ir hann upp hvort það viðhorf sé lyk­ill­inn að stöðug­leika.

Annað sem Ágúst hef­ur tekið upp á er að skrifa, hvort sem það eru dag­bók­ar­skrif, ljóðagerð, sögu­skrif eða söng­text­ar, sem alla jafna er um hans lífs­reynslu. Hann tal­ar um hversu mikið meðferðar­gildi hef­ur verið í þeirri vinnslu.

„Ein­hvern veg­inn tókst mér að breyta erfiðum minn­ing­um í eitt­hvað annað, eitt­hvað fal­legt og þannig breyt­ist minn­ing­in í huga mín­um, og til­finn­ing­in með. Síðar á ár­inu kem­ur út bók eft­ir hann sem nefn­ist Ridd­ar­ar hringa­vit­leys­unn­ar þar sem sögð er sjálfs­saga af lífs­reynslu hans í skáld­leg­um bún­ingi. „Þetta er mjög hrein­skil­in frá­sögn og lík­leg­ast fá les­end­ur mun dýpri inn­sýn í heim þess veika en þeir hafa áður fengið. Ég vona að hún hreyfi við fólki,“ seg­ir Ágúst að lok­um en hann mun jafn­framt fylgja bók­inni eft­ir með fyr­ir­lestr­um um sama efni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert