Skútuþjófurinn yfirheyrður í gær

Inook í höfn.
Inook í höfn. mbl.is/Alfons

Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum á skútuþjófnaði á Ísafirði aðfaranótt sunnudags miðar vel samkvæmt Hlyni Hafberg Snorrasyni, yfirlögregluþjóni. Maður var handtekinn um borð í skútunni á Rifi á Snæfellsnesi á sunnudag og úrskurðaður í farbann í gær.

Far­bannið gild­ir til 12. nóv­em­ber. Maðurinn var einn um borð í frönsku skútunni Inook þegar hann var handtekinn.

Hlynur segir að maðurinn hafi, sem er erlendur, hafi verið yfirheyrður í gær en ekki sé hægt að greina frá neinu sem þar hafi komið fram.

Auk þess vill Hlynur engu svara um möguleg tengsl hins grunaða og eiganda skútunnar en eigandinn er franskur. 

Áður hafði heimildamaður Morgunblaðsins á Ísafirði sagt að þjófnaðurinn hafi verið vel skipulagður og krafist aðkomu eins eða fleiri manna sem kunnu vel til verka. Spurður um þetta sagði Hlynur að einungis einn væri með réttarstöðu sakbornings og að hann gæti ekki tjáð sig um „einhverjar hugmyndir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert