Víðsýni og vinátta

Dýrmætt veganesti fyrir börnin að alast upp í alþjóða- og …
Dýrmætt veganesti fyrir börnin að alast upp í alþjóða- og upplýsingasamfélagi, segir Sara Björg Sigmundsdóttir. Í baksýn sjást veggspjöld og myndir nemenda í Breiðholtsskóla þar sem hátíðin var haldin. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Breiðholtið er fjölmenningarsamfélag með öllum þeim félagsauði sem því fylgir. Mér finnst hverfið hafa þróast vel sem og menning þess. Mér finnst mikil gæfa að börnin mín alist upp við að heyra og sjá ólík tungumál. Það er dýrmætt veganesti fyrir lífið,“ segir Sara Björg Sigurðardóttir Breiðholtsbúi.

Á laugardag var í Breiðholtsskóla haldin í þriðja sinn fjölmenningarhátíð Bakka- og Stekkjahverfis, en í þeirri byggð er fjöldi íbúa af erlendum uppruna. Á hátíðinni gafst m.a. gott tækifæri til tala saman, smakka á fjölbreyttum mat, upplifa dans af ýmsum toga, syngja í karókí og fleira. Heiðursgestur var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.

Í Breiðholtsskóla eru töluð 22 tungumál auk íslensku og um þriðjungur barna er með annað móðurmál en íslensku. Sú staðreynd lýsir vel að í Neðra-Breiðholti er alþjóðlegt samfélag sem er í sífelldri þróun. „Ég hitti daglega fólk með annað móðurmál en íslensku; í skólanum, íþrótta- og tómstundastarfi og víðar. Það breytist margt þegar maður eignast börn. Með börnum fylgja vinir,“ segir Sara meðal annars.

Sjá viðtal við Söru Björg í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert