„Ég ætlaði að stappa í hann stálinu,“ segir Kjartan Björnsson rakari, en hann kom fljótt á vettvang í eldsvoðanum á Selfossi í gær. Kjartan ólst upp í húsinu á móti og húsráðandi í húsinu sem brann er æskuvinur hans og ræddust þeir stuttlega við. Hann segir hafa verið dapurlegt að koma að húsinu í ljósum logum.
Í myndskeiðinu er rætt ítarlega við Kjartan sem segir að saga þeirra sem eiga hlut að máli sé bæði „flókin og sorgleg“.
Einnig er rætt við Gísla Halldór Halldórsson, bæjarstjóra á Selfossi, en hann segir málið snerta marga í bæjarfélaginu og á skrifstofu bæjarfélagsins með beinum hætti. Það hafi því djúpstæð áhrif á samfélagið á Selfossi.