Úðuðu vatni vegna asbestmengunar

Framkvæmdir við niðurrif hússins stóðu yfir í dag.
Framkvæmdir við niðurrif hússins stóðu yfir í dag. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Beita þurfti sér­stök­um aðferðum við niðurrif á hús­inu sem brann á Kirkju­vegi á Sel­fossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að inn­an.

Slökkviliðsmenn frá Bruna­vörn­um Árnes­sýslu úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyr­ir að asbest­meng­un breidd­ist út í and­rúms­loftið þegar klæðning­in brotnaði við niðurrifið.

Að sögn Þor­steins Þor­steins­son­ar, hóp­stjóra eigna­tjóna hjá VÍS, eru verk­tak­ar bún­ir að rífa húsið niður og verður öllu pakkað sam­an, það sett í gám og keyrt í Álfs­nes til urðunar. Hann reikn­ar með því að aðgerðum á staðnum ljúki að fullu á morg­un þegar búið verður að skafa mengaðan jarðveg með asbesti ofan af lóðinni, eða um tíu senti­metra lagi í kring­um húsið.

Í heild­ina voru 15 til 20 manns að störf­um við niðurrifið í dag og tók það nokkra klukku­tíma. All­ir voru með grím­ur fyr­ir and­lit­inu vegna asbests­ins, sem er lífs­hættu­legt efni. Lög­regl­an girti svæðið einnig af þannig að al­menn­ing­ur kæm­ist ekki ná­lægt.

Aðspurður seg­ir Þor­steinn að und­ir­bún­ing­ur niðurrifs­ins hafi tekið um það bil viku. Fyrst þurfi að senda um­sókn til heil­brigðis­eft­ir­lits­ins, Vinnu­eft­ir­lits­ins og bygg­ing­ar­full­trúa með lýs­ingu á því hvernig niðurrifið skyldi fara fram. Hana þurfi síðan að samþykkja. Hann seg­ir að all­ir hafi brugðist fljótt við, þar á meðal sveit­ar­fé­lagið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka