Fara á vettvang banaslyss á morgun

Banaslysið átti sér stað á brúnni yfir Núpsvötn.
Banaslysið átti sér stað á brúnni yfir Núpsvötn. Kort/mbl.is

Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa fer á vett­vang bana­slyss­ins á brúnni yfir Núpsvötn snemma í fyrra­málið þar sem þrír ein­stak­ling­ar lét­ust í morg­un og fjór­ir til viðbót­ar slösuðust. Þetta staðfest­ir Sæv­ar Helgi Lárus­son, hjá rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa, í sam­tali við mbl.is.

Eitt ungt barn og tveir full­orðnir lét­ust í slys­inu sem átti sér stað í morg­un. Fjór­ir ein­stak­ling­ar til viðbót­ar, tveir full­orðnir og tvö börn á aldr­in­um 7 til 9 ára, voru flutt­ir með þyrl­um á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar. Ekki er vitað hversu al­var­lega þeir eru slasaðir en beita þurfti klipp­um til að ná þeim úr bíl­flak­inu sem var af gerðinni Toyta Landcruiser. All­ir í bíln­um voru er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar.

Sendi­ráð Bret­lands og sendi­ráð Ind­lands eru að safna upp­lýs­ing­um um farþeg­ana, að því er RÚV greindi frá, en farþeg­arn­ir voru all­ir með breskt rík­is­fang.

Venj­an að fara strax á vett­vang

Unnið er að því að fjar­lægja bíl­flakið af vett­vangi og þá vinna starfs­menn Vega­gerðar­inn­ar að viðgerð á hand­riðinu á brúnni. Suður­lands­veg­ur var lokaður í báðar átt­ir í marg­ar klukku­stund­ir en opnað hef­ur verið fyr­ir um­ferð á nýj­an leik.

Venj­an er að rann­sókn­ar­nefnd­in fari á vett­vang slyss eins fljótt og auðið er en það var ekki mögu­legt í dag. Sæv­ar tel­ur að það muni ekki hafa áhrif á rann­sókn­ina að búið verði að fjar­lægja bíl­inn og opna fyr­ir um­ferð á brúnni þegar rann­sókn­ar­nefnd­in fær fyrst aðgang að vett­vangi.

„Það sem vak­ir fyr­ir okk­ur er að reyna kom­ast að or­sök­um eða senni­leg­um or­sök­um slyss­ins og reyna að finna út hvað hefði getað komið í veg fyr­ir slysið og eða mik­il meiðsli. Ef það tekst þá reyn­um við að koma ábend­ing­um til þar til bærra aðila,“ seg­ir Sæv­ar.

Sævar Helgi Lárusson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Sæv­ar Helgi Lárus­son hjá Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa. Mynd/​mbl.is

Brú­argólfið verður rann­sakað

Enn er ekk­ert vitað um or­sök slyss­ins en ekki er talið að hálka hafi verið á vett­vangi. Í gólfi brú­ar­inn­ar eru aft­ur á móti stál­plöt­ur sem geta orðið mjög sleip­ar við aðstæður eins og mynduðust í morg­un. Sæv­ar gat ekki sagt til um það hvort al­gengt væri að slík­ar stál­plöt­ur væru notaðar í brú­argólf­um en seg­ir að stál­plöt­urn­ar séu verði rann­sakaðar.

„Ég þekki það ekki ná­kvæm­lega [hvort stál­plöt­ur séu mjög sleip­ar]. Það er eitt af því sem verður rann­sakað, af hverju ökumaður­inn miss­ir stjórn á bíln­um. Von­andi náum við að leiða það í ljós.“

Þá seg­ir Sæv­ar ekki úti­lokað að aðkoma ann­ars bíls hafi valdið slys­inu en á þess­ari stundu sé ekki talið að það hafi verið raun­in. „Þetta er nú ein­breið brú, mjög löng með út­skot­um. Það er ekk­ert úti­lokað en miðað við þær fregn­ir sem ég hef fengið þá var það ekki raun­in,“ seg­ir Sæv­ar að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka