Lögreglan á Suðurlandi fer fram á að Héraðsdómur Suðurlands framlengi gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem er grunaður um að hafa valdið eldsvoða að Kirkjuvegi 18 á Selfossi 31. október, um fjórar vikur. Tveir einstaklingar létu lífið í brunanum. Krafan verður tekin fyrir í héraðsdómi í dag.
Rannsókn málsins er á lokastigi og verður málið sent héraðssaksóknara til meðferðar fyrir áramót, að sögn Gríms Hergeirssonar, saksóknara hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Gildandi gæsluvarðhald yfir manninum rennur út í dag klukkan fjögur.