Ungt barn og tveir fullorðnir létust

Banaslys á Suðurlandsvegi 2016-2018.
Banaslys á Suðurlandsvegi 2016-2018. Kort/mbl.is

Eitt ungt barn og tveir fullorðnir, allt erlendir ríkisborgarar létust í umferðarslysi sem varð á brúnni yfir Núpsvötn í morgun. Fjórir einstaklingar, tveir fullorðnir og tvö börn á aldrinum 7 til 9 ára, einnig erlendir ríkisborgarar, voru fluttir með þyrlum til aðhlynningar á sjúkrahúsi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Ekki er vitað hversu alvarlega slasaðir þeir eru sem voru fluttir á sjúkrahús. Beita þurfti klippum til að ná þeim úr bílflakinu, sem var jeppi af gerðinni Toyota Landcruiser.

Suðurlandsvegur hefur verið opnaður en lítilsháttar tafir verða eitthvað áfram vegna vinnu starfsmanna Vegagerðarinnar við viðgerðir á handriði brúarinnar.

Lögreglan á Suðurlandi annast rannsókn málsins með aðstoð tæknideildar lögreglu og annarra deilda lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Neyðarlínu barst í morg­un kl. 09:42 til­kynn­ing um að bíl hafi verið ekið út af brúnni yfir Núpsvötn, í gegn um vegriðið þar og niður á áraur­ana þar fyr­ir neðan. Var Suður­lands­vegi lokað í báðar átt­ir í kjöl­far slyss­ins.

Banaslys við Núpsvötn. Tveir fullorðnir og tvö börn á aldrinum …
Banaslys við Núpsvötn. Tveir fullorðnir og tvö börn á aldrinum 7 til 9 ára voru flutt á sjúkrahús. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert