„Of snemmt að gefa út yfirlýsingar“

Brúin yfir Núpsvatn í dag.
Brúin yfir Núpsvatn í dag. mbl.is/Sigurður Gunnarsson

„Það er of snemmt að gefa út yfirlýsingar um möguleg tildrög slyssins,“ segir Sævar Helgi Lárusson, hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, í samtali við mbl.is. Rannsókn á vettvangi er lokið í bili.

Rannsakandi á vegum Rannsóknarnefndar samgönguslysa fór í dag á vettvang banaslyssins við Núpsvötn. Venjan er að rannsóknarnefndin fari á slysstað samdægurs en það reyndist ekki mögulegt í gær.

Sævar Helgi Lárusson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa
Sævar Helgi Lárusson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa Mynd/mbl.is

Vinnu á vettvangi er lokið í bili en Sævar segir ómögulegt að segja til um hvort rannsakendur þurfi að fara þangað aftur. Engin sýni eða sönnunargögn voru tekin af slysstað heldur fóru fram mælingar og myndatökur. Rannsóknarnefndin mun skoða Landcruiser-jeppann líklega í næstu viku.

„Í framhaldinu hefst úrvinnsla gagna, útreikningar, frekari gagnaöflun og heyra í vitnum,“ segir Sævar Helgi.  

Rannsakandi Rannsóknarnefndar samgönguslysa gat ekki farið á slysstað í gær …
Rannsakandi Rannsóknarnefndar samgönguslysa gat ekki farið á slysstað í gær en fór í hádeginu í dag. Ljósmynd/Adolf Ingi Erlingsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert